Skjaldbreiður
Þingvallafjall nr.22 á árinu

Hálfnuð með Þingvallafjöllin vorum við þriðjudaginn 4. ágúst þegar gengið var á Skjaldbreið
sem var frestað frá því í júní vegna snjóþunga og ófærðar á sjötta mánuði ársins...
en þennan fyrsta þriðjudag í ágúst var bílfærið auðvitað í stakasta lagi og veðrið ágætt...

Bylgja tvö farin af stað af miklum þunga hjá Covid-19 og vangaveltur um hvort og hvernig við getum sameinast í bíla og ferðast að fjöllum sem eru eingöngu jeppafær og því var þessum fögru fjöllum sem hér rísa framan við Langjökul... Litla og Stóra Björnsfelli frestað enn og aftur og nú fram á árið 2021... þar sem svo mikið af Þingvallafjöllunum eru á dagskrá í haust og vetur eru eingöngu jepplingafær og eins eru tvær töfragöngur á hálendinu sem krefjast jeppafæris og vert að draga úr flækjustiginu með bílamálin eins og hægt er...

Fínasta veður til að byrja með... en þoka á efsta punkti í Skjaldbreið...

Smá snjór efst í fjallinu en annars var færið autt nánast alfarið...

Þetta var fjórða ferð Toppfara á þetta fjall... hinar hafa verið farnar í september og svo í júní...

Við gengum hringinn um gígbarminn þar sem veðrið var friðsælt en það var von á vaxandi rigningu og vindi þegar liði á kvöldið
og við vissum að við værum rétt að sleppa fyrir það veður... enda jókst vindur og smá dropar komu þegar leið á gígbarminn...

Sannarlega þess virði að fara hringinn samt... og við vorum líklega um korter að því eða svo...

Nesti þegar hringleiðinni var lokið í smá skjóli við klettinn... og það koma smá útsýni á köflum meðan við borðuðum..

Fjórtán mættir...

Kjartan gestur, Sigrún Bj., Inga Guðrún, Brynhildur Thors, Örn, Ágústa, Kolbrún Ýr, Guðmundur Víðir, Oddný, Kolbeinn,
Katrín Kj., Guðmundur Víðir og Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn..

Sjá hvernig útsýnið opnaðist öðru hvoru...
Hlöðufell hér hægra megin en við sáum Klakk og Jarlhetturnar og jöklana og Okið
og Þverfell við Reynisvatn og Kvígindisfell o.s.frv...

Bakaleiðin var yndis... niður í mót allan tímann á bullandi spjalli allan tímann... mergjaðar ferðir að baki klúbbmeðlima í sumar...
Hornstrandir, Snæfell, Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Víknaslóðir, Vestfirðir, Norðurlandið, Fjallabakið o.m.fl....

Alls 8,5 km á 3:18 klst. upp í 1.071 m hæð með alls 556 m hækkun úr 594 m upphafshæð.

Alls 22 Þingvallafjöll að baki... og 22+ framundan fram að áramótum...
fimm mánuðir eftir og sjö að baki... við getum þetta ! 

Myndbandið:
https://www.youtube.com/watch?v=LtsrCqRDPXQ&t=6s

Gps-slóðin:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=54407451

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir