Litla Sandfell
um Jórugil... ofan við Jórukleif
sunnan Jórutinds... framhjá Jóruhól

Þingvallafjall nr. 35 af 44 árið 2020

Eftir 2ja vikna hópæfingabann vegna Covid-19 voru íþróttir utanhúss... án snertingar... með engum sameiginlegum búnað...i þar sem hægt er að tryggja 2ja metra regluna... leyfðar... í hámarki 20 manna hópum... og því var blásið aftur til leiks þriðjudaginn 20. október... eftir að hafa aflýst þriðjudagsæfingum 13. og 6. október þar sem ætlunin var að ganga á Litla Sandfell við jórugil annars vegar og Móskarðahnúka hins vegar...

Við ákváðum að halda okkur við sama fjall og var á dagskránni þegar þessar hertu samkomutakmarkanir tóku gildi tveimur vikum fyrr... og fórum á þrítugasta og finnta Þingvallafjallið á árinu... Litla Sandfell við Jórutind... sem er eitt af tíu fjöllum sem bæst hafa á listann frá því við byrjuðum í janúar... og sannaði þetta lága fell algerlega gildi sitt við þessari nánari kynni þetta kvöld...

Hópnum var skipt í tvennt... hópur eitt lagði bílunum á hefðbundna bílastæðið ofar og innar á svæðinu...
og þaðan fór Örn fyrir 19 manns... og hópur tvö lagði bílunum neðar á svæðinu þar sem Bára fór fyrir autján manns...

Við byrjuðum á að ganga austan við Jóruhól eða Jónstindinn okkar sem alltaf er klifinn með Jórutindi og Hátindi
og gengum inn Jórugilið allt þar til ekki var komist lengra...

Hópur eitt með Erni:

Bjarnþóra, Elísa, Fanney, Gerður Jens., Gylfi, Haukur, Inga Guðrún, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Marta Rut, Ragnheiður, Sandra, Silja, Sigríður Lísabet, Sigrún Bjarna., Sigurður Kj., Tinna, Þorleifur, Þórkatla, Örn.

Hópur 2 með Báru:

Anna Sigga, Björgólfur, Brynja, Gunnar Viðar, Jóhanna Ísfeld, Jón St., Jórunn Ósk, Margrét Birgis., Margrét Páls., María E., María Björg, Oddný, Rakel, Silla, Stefán Bjarnar, Steinunn Sn., Valla.

Upp úr gilinu var klöngrast í ágætis brölti þar sem gæta þurfti að grjóthruni...
og í hjöllum þess var ljóst að ýmislegt hafði gengið á...

Mikil náttútufegurð á þessum slóðum og gönguslóði nánaast allan tímann...
heimamenn greinilega duglegir að njóta fegurðarinnar á svæðinu...
enda heilmikið af bústöðum í nágrenninu...

Jóruhóll hér hægra megin sem við klöngruðumst upp á í júní þegar Hátindur og Jórutindur vogu sigraðir í júní...
en við skírðum hann Jónstind á sínum tíma þar  sem við vissum ekki nafnið þá...

Krummar hér liggjandi út í Þingvallavatnið... Miðfell og Dagmálafell og Arnarfell nær hinum megin og svo Hrafnabjörg og Kálfstindarnir sem við ætlum á næstu helgi enn fjær... mjög gaman að kortlegga svona algerlega allt svæðið á Þingvöllum á einu ári...

Þegar komið var upp úr Jórugili héldum við aftur niður í árfarveg gilsins sem opnast á kafla alveg...
áður en gilið dýpkar aftur ofar norðan við Jórutind...

Mjög skemmtileg og fjölbreyttari leið en við áttum von á....

Gilið aftur skorið hér...

Við enduðum á að fara svo upp sunnan við gilið og undir berghelluna hér sem við förum alltaf undir á leið til baka af Hátindi og Jórutindi...

Flottur kafli og nauðsynlegt að klöngrast sem mest á leið sem var svona stutt eins og þetta kvöld...

Litið til baka... Björgólfur og Gunnar komu líklega aðra leið upp úr Jórugili þar sem þeir skoðuðu það eftir að hópur eitt var farinn úr því... og Oddný mætt á æfingu en hún villtist og beygði til hægri af Nesjavallaafleggjaranum í stað þess að fara til vinstri... en gatnamótin þau áttu eftir að afvegaleia nokkra ranga leið í bakaleiðinni í myrkrinu um kvöldið þar sem menn enduðu á að keyra Hellisheiðina heim í stað Nesjavallaleið... æj, það verður bara að hlæja að þessu :-)

Uppi á brúnunum kom Litla Sandfell í ljós... jú... það var réttilegt að bæta því við Þingvallafjallalistann... ekki spurning...

Litið til baka með tindana tvo hennar Jóru...

Sólin settist fyrir byrjun æfingarinnar... en birtu nýtur í klukkutíma eftir sólsetur... og lítið eitt lengur ef það er heiðskírt eins og þetta kvöld... en sólsetrið á akstursleiðinni inn Nesjavallaleið var stórkotstlegt eins og ljósmyndir Lilju Sesselju báru með sér...

Útsýnið úr neðri hlíðum Litla Sandfells var heilmikið og mun meira en vi áttum von á...

Búrfell í Grímsnesi þarna lengst... Mælifell, Sandfell og Súlufell líklega þarna hægra megin...
Ölfusvatnsfjöllin tvö og svo Lambhagi vinstra megin að bungast úr í vatnið...
krummar nær.... eins gott að við bættum þeim við.... annað hefði ekki verið hægt....

Smá horn af Ármannsfelli... Skjaldbreiður... Tindaskagi og félagar... og svo Kálfstindar...
og nær við vatnið hinum megin eru Miðfell og Dagmálafell sem voru fystu tvö Þingvallafjöllin...

Uppi á Litla Sandfelli stóðum við í tveimur aðskildum hópum og sem betur fer nóg pláss....
... og nutum útsýnisins... áður en við héldum niður sunnar en við komum upp...
og stefndum á norðurtagl Jórutinds til að skreyta gönguna eins og hægt var í myrkrinu....

Flestir komnir með höfuðljósin upp hér en það eralltaf góð regla að nýta pásurnar þegar myrkrið fer að skella á til að ná í höfuðljósið... til að þurfa ekki að gera hlé á göngunni í miðjum klíðum og græja ljósið og dragast aftur úr að óþörfu...

Milli Litla Sandfells og Jórutinds liggur Jórugilið og við gengum að upptökum þess...
sem eru hér... ótrúlega fallegt...

Hópur tvö að klöngrast upp á norðurtagl Jórutinds...

Myndavél þjálfara lýsir myrkvaðar ljósmyndirnar upp með algerlum ólíkindum...
og nýtir birtuna af höfuðljósunum... það var meira myrkrur þarna en áhorfist af myndunum...

Hópur tvö að klöngrast ofan við gilið...

Magnað landslag...

Ofan af Jórutagli klöngruðumst við nokkuð bratta og grýtta brekku í góðu færi þar sem ágætlega reyndi á fótafimi í myrkrinu en höfuðljósin eru orðin ansi skær... það var algert logn og bestu skilyrði til að upplifa fjallgöngu í myrkri í fyrsta sinn í lífinu eins og nokkrir voru að upplifa í hópnum...

Ókosturinn við hópaskiptingu í tvennt er sú að þá er Bára fremst með hóp tvö... og síðustu menn þar eru án þjálfarans sem alltaf er vanalega síðastur.... á þetta reyndi á leið niður þessa brekku.... en þegar við kölluðum til þeirra sem aftastir voru þá var hljóðið í þeim gott.... þeir báru sig vel og slógu bara á létta strengi... sem er einmitt viðmótið sem þarf í svona verkefnumm... jákvæðni og húmor... þá verður allt léttara.... og yfirstíganlegra... og er þetta okkar aðferð gegnumgangandi frá upphafi... að hlæja okkur í gegnum erfiða kafla...

Snillinigar þetta lið og ekkert annað... allir glaðir og þaklátir að komast í göngu... og ná að vera á fjöllum þar  sem kraðakið á höfuðborgarsvæðinu var víðs fjarri... við vorum ein í heiminum... hittum engan... stoppuðum hvergi á leiðinni...

Lognið var algert þetta kvöld... friðurinn magnþrunginn... óskaplega vel þegin útivera...

Birtan mögnuð með heiðskíran himininn ofan okkar... stjörnurnar að birtast og hugsanlega norðurjósin líka...

Hópur eitt... allir að passa 2ja metra regluna en sambýlingar mega vera nær hvor öðrum...
vöndum okkur samt enn meira næst... við verðum að fara eins varlega og við mögulega getum... það er nóg páss... og við veðrum að venja okkur á að ganga og spjalla með tvo metra á milli... eingöngu þannig komum við í veg fyrir smit...

Hópur tvö... með fjall kvöldsins í baksýn... það var númer 35... sem þýðir að eingöngu níu fjöll eru eftir...

Þjálfarra vildu sniðganga þennan veg hér og fóru því út í kjarrið og klettabeltið norðar á svæðinu...

... og lentu á gömlu slóðinni sem liggur undir klettahellunni fögru...

Ekki slæm leið að fara um... Hátindur hér yfirgnæfandi...

Alls 4,0 km á 1:32 klst. upp í 338 m hæð með alls 282 m hækkun úr 187 m upphafshæð.

Sannkallað yndiskvöld og vel þegin útivera sem gaf okkur mikið...

Nú er að finna aðra þriðjudagæfingu sem hentar tveimur hópum... en fjallið atarna þarf að bjóða upp á stórt bílastæði fyrir margar bíla því nú kemur hver á sínum bíl vegna C19... vonandi varir þetta 20 manna samkomubann ekki mjög lengi... en þangað til... vöndum okkur og látum ekki veiruna koma upp á milli okkar elskurnar...

Myndbandið um ferðina:

https://www.youtube.com/watch?v=c1TaiM4fsHI

Gps-slóðina:

https://www.wikiloc.com/hiking-trails/litla-sandfell-vid-jorugil-201020-59099771

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir