Háhryggur Dyrafjöllum
í fyrstu snjóföl vetrarins
og þróttmiklum haustlitum

Fimmta þriðjudaginn í röð var dúndrandi mæting á æfingu... alls 44 manns...
þrátt fyrir að þriðja bylgja Kórónuveirufaraldursins væri hafinn frá því á föstudag...
enda allir mættir hver á sínum bíl... úff... bílaflotinn takk fyrir :-)

Veðurspá góð eftir mjög rysjótt veður síðustu daga... alveg fram yfir hádegið þennan dag... en svo átti sólin að skína... og hún gerði það sannarlega í bænum... en þegar keyrt var til Dyrafjalla lá þoka yfir svæðinu... og læddist hún um svæðið þegar við lögðum af stað inn að Háhrygg...

Botnsdalur hét þessi dalur samkvæmt þessum skiltum... en í kring voru Sporhelludalur, Dyradalur, Sleggjubeinsdalur og Kýrdalur meðal annars... mögnuð örnefni og smekklega valin...

Snjóföl yfir öllu... Bjarnþóra hafði keyrt Nesjavallaleiðina fyrr um daginn í slyddu og snjókomu...

Þetta slapp án keðjubroddanna... en það er greinilega stutt í að við notum þá... og best að hafa þá hér með í bakpokanum eins og sumir gerðu...

Í þessum hryggjum og dölum eru alls kyns furðuheimar... heilu hellarnir... gjárnar... klettaborgirnar... hamraveggirnir... kynjamyndir um allt... við þurfum að skoða þennan heim betur...

... og gróðurinn er ekki síðri á þessum slóðum... sérstaklega í haustlitunum eins og nú...

Þjálfarar voru með gps-slóð í tækjunum sínum frá fyrri göngu á Háhrygg árið 2015 en tókst samt að fara of langt niður lendurnar þar sem gönguslóði afvegaleiddi okkur sem og þetta fallega útsýni niður að Þingvallavatni...

Við tókum því snögga vinstri beygju og héldum upp á hrygginn sjálfan...

Smá klöngur hér... en í stað þess að fara til hægri og niður eftir hryggnum eins og við gerðum... hefðum við þurft að skjótast aðeins upp til vinstri til að eltast við efsta tind... en slepptum því sem kom ekki að sök þar sem skyggni var ekkert...

Héðan röktum við okkur niður eftir hryggnum...

... í dæmigerðu landslagi og litum Hengilsins...

Þunn þokan og stutt í sólina sem skein í kring...

Við vonuðumst til að sjá hana þegar á liði kvölds... en nú lækkar hún ört á lofti og myrkrið tekur smám saman við þegar líður inn í október...

Þórkatla átti afmæli þetta kvöld... og mætti í göngu eins og svo margir aðrir hafa gert í klúbbnum... sem er magnað alveg...

Sjá riddarapeysuna hennar sem er hettupeysa... og pils í stíl... mjög smart og til eftirbreytni...

Hér var tilvalinn hópmyndastaður... þjálfari hafði greinilega ekki hugmynd um skyggnið sem beið okkar neðar....

Reynt að fá menn til að dreifa sér meira svo þeir sjáist betur... en fremstu menn sáust mun betur en hinir í þokunni...

Allt í einu opnaðist fyrir þingvallamegin og vatnið blastið við svo fallegt með sólargeislana á stöku stað á yfirborðinu...

Ótrúlega fallegt og við nutum stundarinnar á þessari brún Háhryggjar...

Það var ráð að taka aðra hópmynd í þessu fallega útsýni og haustlitum niðri á láglendinu...

Þetta tókst ágætlega... öftustu menn hefðu samt þurft að koma framar.... við erum að læra þetta...
hópmynd með 44 manns og eins metra regluna tekur sko tíma að þróa almennilega :-)

Í stafrófsöð:

Arna Jóns, Arnar, Ása, Ásmundur, Ásta Jóns., Bára, Beta, Bjarni, Bjarnþóra, Björgólfur, Diljá, Gulla, Guðmundur Jón, Guðrún Helga, Gunnar Viðar, Gunnar Már, Heiða, Haukur, Hjölli, Inga Guðrún, Jóhann Ísfeld, Jóhanna Diðriks., Karen, Katrín Kj., Kolbeinn, Lilja Sesselja, Margrét Páls., María Björg, Marta, Oddný, Sandra, Silja, Sigríður Lísabet, Sigrún Bjarna, Sigurður Kj., Steinunn Sn., Sveinbjörn, Tinna, Valla, Vilhjálmur, Þorleifur, Þórey, Þórkatla, Örn og Batman, Bónó, Moli og Myrra nutu lífsins með okkur.

Riddarapeysurnar voru  nokkrar þetta kvöld... og aðra prjónapeysur líka... og mikið spáð í prjónaskap fram að formlegu riddaragöngunni í nóvember...

Hátindur og Jórutindur hér vinstra megin uppi...

Farið niður hér í dalinn sem var svo genginn til baka... ótrúlega fallegt...

Haustlitirnir með fegursta móti þetta kvöld...

Riddarapeysurnar innan um alla litina í náttúrunni sem verið er að fanga í peysunum...

Eftir góða pásu hér var haldið til baka um dalinn...

... í hvílíkum dýrindishaustlitum að við tókum oft andann á lofti...

Allir litir um allt...

Ótrúlega falleg mynd hér... með snjóföl efst í Háhrygg vinstra megin...

Við skulum ganga þennan dal niður eftir næst og fara svo upp á Dyrakamb sem svo heitir hægri hryggurinn að austan sem við héldum að væri nafnlaust því hann er ekki á mapsource en hefur nafnið Dyrafjallshnúkur hjá Landmælingum og nefnist Dyrakambur á göngjukorti Orkuveitunnar af svæðinu...

Ljósmynd af kortinu þar sem Dyrakambur sést á kortinu...

Sjá kortið hér... gamalt en mjög gott að nota það...

Virkilega falleg leið hér inn eftir og nauðsynlegt að fara hér aftur í meiri birtu fyrr að sumri til...

Litið til baka... sjá haustlitina um allt...

Gengið milli Háhryggjar og Dyrakambs... mjög gaman að eiga þann síðarnefnda eftir... en hann var kominn á dagskránna 2021 sem nafnlaus tindur... nú er spurning hvort við verðum að bæta honum við í Þingvallafjallasöfnuninni... af því nafnið Dyrafjallshnúkur kallar einhvern veginn á það... nema Háhryggur sé hærri... þá gæti hann verið fulltrúi Dyrafjalla eins og við vorum búin að leggja upp með...

Stígur alla leiðina... hér væri mergjað að skokka á löngum óbyggðahlaupum...

Sjá svipmikinn Dyrakambinn hægra megin...

Tinna fór upp hér framar og rakti sig eftir honum meðan við vorum niðri...

Sjá hellinn þarna... með strítulaga þaki... við verðum að skoða hann í næstu ferð...

Mjög flott landslag um allt... nokkrir staðir á þessari leið sem við viljum skoða betur næst í engu kapphlaupi við dagsbirtuna...

Annar hellir í klettunum... engin smásmíði...

Aftur niður í dalinn... þjálfari hafði áhyggjur af Tinnu fyrir ofan... en það væsti ekki um hana og hún skilaði sér niður síðar...

Stílhreinar rákir í berginu ofarlega í dalnum...

Komin í botninn þar sem skiltin voru efst...

Litið til baka eftir dalnum... Dyrakambur á vinstri hönd og Háhryggur á hægri...

Komin að skiltunum þar sem við beygðum upp í fjöllin í byrjun göngunnar...

Alls 33 bílar og 44 göngumenn... sambýlingar saman í bíl en annars sameinast menn almennt ekki í bíla nema algera nauðsyn krefji meðan þriðja bylgjan gengur yfir... líklega er þetta met í bílaflota í okkar göngum... svona er kófið nú skrítið þessi misserin...

Alls 7 km á 2:31 klst. upp í 446 m hæð með 392 m hækkun úr 354 m upphafshæð.

Gullfalleg ganga á töfraslóðum sem við skulum skoða betur næstu árin...

Sjá myndband af kvöldinu hér:
https://www.youtube.com/watch?v=srxKsDtWI_E&t=6s

Sjá gps-slóð
nánast alveg sömu leið og við fórum þetta kvöld frá því 2015:
https://www.wikiloc.com/mountaineering-trails/hahryggur-dyrafjollum-vid-nesjavelli-150915-44395795
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir