Rötunarnámskeið
...að rata án rafmagns eins og þjálfari segir...

...var haldið fyrir Toppfara mánudaginn 20. október og mættu 13 manns og lærðu kortalestur og notkun áttavita.

Þjálfarar þakka Helgu Sig. og Stefáni  hjá Björgunarsveitinni Ársæli fyrri frábært námskeið :)

Sjá vefsíðu sveitarinnar www.bjorgunarsveit.is.

Sjá slóð námsgagna: http://www.scout.is/skatastarf/hugmyndir/kompas/index.html

Hér með æfum við það sem við lærðum á námskeiðinu og höldum því við... notum gps tækið eingöngu til öryggis og temjum okkur að rata án rafmagns...

Sjá verklega æfingu sem haldin var á þriðjudagsgöngu Toppfara þar sem Stefán lét okkur æfa rötunina í myrkri hér.
 

Grímmannsfell í stjörnuljósum...

Töfrandi æfing í rötun án rafmagns í myrkri og blíðskaparveðri vetrarins.

64. æfing var þriðjudaginn 21. október 2008 og mættu 23 manns á sérstaka rötunaræfingu í kjölfar námskeiðs sem haldið var kvöldið áður.

Tvö ný andlit voru á æfingunni; Gnýr og Hólmgeir og svo Anton Örn, 5 ára með Grétari pabba sínum og loks voru hundarnir Dimma og Nemó með í för.

Stefán frá Björgunarsveitinni Ársæli mætti góðfúslega til að láta okkur æfa verklega rötun sem hann kenndi hópnum deginum áður og var sú kennsla vel þegin.

Veðrið skartaði sínu fegursta; logn, kalt, kvöldsól og snjóföl yfir öllu eða hálfskýjað, A2 og 0°C skv. Veðurstofu.

Lagt var af stað kl. 17:43 þar sem tafir urðu á umferð á leiðinni á æfingu en samt þurftu Helga og Margrét að elta okkur uppi.

Rökkrið skreið fljótlega yfir en nóg var af ljósum þetta kvöld...

Kvöldsólarbjarminn fram eftir kveldi...
Borgarljós Reykjavíkur og Mosfellsbæjar...
Stjörnuljós himinsins...
Friðarsúla Yoko Ono...
Og loks höfuðljós Toppfara sem liðuðust um hlíðar Grímmannsfells...

Þó nokkur tími fór í að æfa áttavitana og sóttist gangan seint svo úr varð þegar 1,5 klst. var liðin og toppurinn ekki enn undir fótum í um 400 m fjarlægð að láta þar við sitja og nota tímann í áttavitaæfingu. Hópnum var skipt upp í fjóra hópa og mönnum sagt að taka stefnuna að bílunum og nota fremsta mann sem viðmiðun á stefnu... Flestir náðu að æfa sig en við munum halda þessu áfram næstu æfingar og hvetjum alla til að fá sér áttavita og átta sig á þessu :)

Hér rýna Gnýr og Hjörleifur í áttavitann og leiða Kristínu Gundu áfram til viðmiðunar...

Bakaleiðin fór aðeins úr leið og endaði niður með hlíðum nyrðri bungu fellsins en kvöldið var svo fallegt og kyrrsælt að enginn var að flýta sér...

Kvöldævintýrið endaði í 3:27 klst. æfingu, 8,9 km göngu, með hæsta punkt í 489 m hæð og hækkunin 411 m.

Frábær æfing í fallegu umhverfi, töfrandi útsýni, vetrarlegu færi, með góðu fólki og...

... mögnuðum stjörnum þegar við mundum eftir því að líta af áttavitanum og upp í himininn...

Hreinir töfrar á vetrarkvöldi...

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir