Frábært skíðagöngunámskeið
með framúrskarandi leiðbeinendum Ullar
í fallegu veðri og útsýni í Bláfjöllum


Efri: Sigga Sig., Matti, Jóhann Ísfeld, Doddi, Nonni, Dóra, Svavar, Guðmundur jón, Ólafur Bignir, Arnar, Guðrún Helga,
Árni leiðbeinandi, Örn, Ólafur og Eikíkur leiðbeinendur.
Neðri: Sarah, Guðlaug Ósk, Karen Rut, Roar, Katrín Kj., Gyldi, Heimir og Bára tók mynd.

Það var sérlega lærdómsríkt og ótrúlega skemmtilegt skíðagöngunámskeiðið
sem þrír leiðbeinendur hjá Skíðagöngufélaginu Ulli héldu fyrir okkur þriðjudaginn 29. mars 2016...

Við vorum tuttutu manns sem mættum, níu með eigin skíði, þar af þrjú (fjögur) með ansi forn eintök...
og ellefu sem leigðu allan búnað hjá Ullungum...

Fín aðstaðan hjá Ullungum í Bláfjöllum...
skálinn er inn af upphafsstað gönguskíðabrautanna ofan eða suðvestan megin við Suðurgil
... og það eru heil fræði á bak við val á skíðum út frá þyngd, tegund, lengd...

Ólafur hér að mæla hvort skíðin passi Nonna þar sem þyngd segir til um hvaða skíði henta;
ef rétt svo er hægt að renna blaði undir miðjuna þegar maður stendur í skónum á skíðunum á sléttu gólfi þá passa þau...

Veðrið var með betra móti en við áttum von á þar sem spáin var ekkert voðalega góð
... þá þegar búin að fresta námskeiðinu um viku þar sem farið var í slagveðursgöngu 22. mars á Grindaskörð
en það reyndist vera skínandi gott veður þetta kvöld...

Já, það er allt flókið þegar maður er að gera eitthvað í fyrsta sinn...
hvernig í ósköpunum smellir maður skónum á skíðin, eru hægri og vinstri skíði eða... ?... en stafirnir...?
hvernig fer maður í lykkuna á stöfunum?...... vá hvað skíðin eru sleip !...
Smurð skíði...  riffluð... stálköntuð... já, þetta er heill heimur út af fyrir sig
sem landinn tók skyndilega æði fyrir á þessu ári eftir hægan stíganda síðustu tvö ár eða svo...

Fram að því hefur þessi íþrótt frekar haft á sér stimpilinn að vera fyrir ömmu eða þá sem ekki geta svigskíðað
sem er svo langt frá sannleikanum þar sem góðir gönguskíðamenn eru með þolmestu og flottustu íþróttamönnum í heimi...
eins og nýafstaðnir heimsleikar á skíðum sýndu vel...

Hópnum var skipt í þrennt og leiðbeinendur voru þrír; Árni Tryggvason, Eiríkur Sigurðsson og Ólafur I. Jóhannesson...
allt framúrskarandi menn hver með sínu lagi og forréttindi að fá að njóta leiðsagnar svona eðalmanna :-)

Árni hér á mynd með hópinn sinn.

Fyrst var farið yfir skíðin og stafina, mýktina, já dansinn dunaði...
...öryggi, jafnvægi, stuðning stafa og rennsli...

... og svo fórum við nokkrar ferðir fram og til baka þar sem farið var í hvert atriði...
hreyfingar, beitingu líkamans, stafanotkun, með og án stafa, jafn stuðningur stafa án hreyfingar fóta,
hægri stafur niður móti vinstra skíði og öfugt...
vera mjúkur, ekki stífur, nýta rennslið, nýta stafina, halda jafnvægi, rétta úr sér... dansa... :-)

Já, og svo er mikilvægt að kunna að detta og standa upp aftur...
þetta með að standa upp aftur er eiginlega það mest krefjandi við gönguskíðin að mati ritara...
allavega það sem hún gat bara ekki framkvæmt á námskeiðinu án hjálpar... !

Ólafur I. Jóhannesson var elstur leiðbeinenda þetta kvöld og þau voru heppin sem lentu með honum í hóp
og gátu nýtt sér reynslubrunn hans og þekkingu...

Umræður sköpuðumst um alls kyns hluti tengdum gönguskíðamennskunni
og fyrir þá sem heillast af sérviskusamlegum íþróttum... þ. e. njóta þess að nördast svolítið...
 þá er greinilega hægt að missa sig í endalausum umræðum um þessa íþrótt eins og hægt er að gera í hlaupunum, hjólunum, fjallgöngunum, golfinu, sjósundinu, fótboltanum, körfunni, skákinni, prjónamennskunni..
úff, hvað það er yndislegt að vera nörd !

Roar mætti á gönguskíðabrautina þetta kvöld á sama tíma og við og heilsaði upp á okkur
þó hann hafi ekki farið á námskeiðið sjálft... hann var á þessum heillandi, formfögru skíðum sem eru 40 ára gömul
og höfðu yfir sér einhvern 1001 nætur stíl með þessum miklu, fallegu bogum að framan og í bland íslenskan fornaldarblæ með þessum gömlu fallegu skíðabindingum sem skelltu manni aftur í tímann :-)

Eiríkur Sigurðsson var með þriðja hópinn og fór með þau stærri hringinn svo þau skiluðu sér aðeins seinna inn en við
eftir góða göngu um brautirnar... já brautirnar komu á óvart, frábær aðstaða þarna í Bláfjöllum og hægt að velja um mislangar brautir þar sem brekkur upp og niður þjálfa vel þol, öryggi, jafnvægi og hraða... vá, hvað það er gott þegar það kemur brekka niður í mót og maður bara rennur og rennur og getur hvílt sig... og vá hvað það er gaman að hamast upp brekkurnar á tánum í stuttum skrefum og láta svitann renna og vöðvana brenna...

Sjá metnaðarfulla vefsíðu Ullar: www.ullur.wordpress.com.

Fornu skíðin fjögur... Katrín og Guðmundur voru á 25 ára gömlum skíður frá Atomic...
Svavar á 30 ára gömlum frá Fischer og Roar á 40 ára gömlum frá Honeycomp...
bindingar allra nútímalegri en hjá Roari...
væri gaman að prófa muninn á þeim og nýjustu skíðunum
og finna á eigin skinni hvort þau standist samanburðinn við þau
sem leiðbeinendurnir sögðu að þau gerðu því miður ekki...

Kærar þakkir Árni, Eiríkur og Ólafur og Hugrún Hannesdóttir stjórnarmeðlimur Ullar
fyrir frábært námskeið í alla staði...
þetta var einfaldlega alveg ægilega gaman !

P.s. þjálfari fór kvöldið eftir ein með hundinum
(sem beið úti í bíl í mikilli fýlu (þó hann fengi 3,6 km fjallgöngu um Rauðuhnúka á undan))...
upp í Bláfjöll og ætlaði að taka 5 - 10 km gönguskíðaæfingu (þar sem þjálfarar ætla í 50 km Fossavatnsgönguna
eftir mánuð sem hluta af Landvættunum)...
og endaði á að fara heila 14,9 km á 1:28 mín af því hann rataði ekki nægilega vel um brautirnar...
í gullfallegri kvöldsól þar sem brautirnar voru bara yndi... þetta er alger snilld !
... en hey, hvað gerir maður þegar brekkurnar eru mjög brattar
eins og í aukaslaufunni milli löngu brautanna sunnan megin... ?
Við verðum að spyrja næsta gönguskíðamann að þessu...
það vakna bara fleiri spurningar eftir því sem maður prófar þessa vanmetnu íþrótt meira :-)
... og ráð að fara 2 x 25 km eða svo á viku fram að keppni 30. apríl
þó um 100 km á viku af hlaupum, hjólum og fjallgöngum séu þarna með... ef maður á að geta þetta !
 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir