F J A L L A-(göngu og hlaup)-T Í M A R

Hér verða skráðir allir bestu tímar Toppfara... og annarra sem senda okkur tímana sína...
upp og niður öll fjöll í nágrenni Reykjavíkur... og víðar eftir því sem andinn ber okkur !

Fjall Alls skráðir tímar Toppfara Alls skráðir tímar annarra Besti tími upp Besti tími niður Besti tími upp og niður með hléi Hæð í metrum Vegalengd upp Vegalengd upp og niður Erfiðleika-stig 1 - 6
Akrafjall Geirmundur / Háihnúkur 12   29:10     555 2,3 4,6 4
Búrfellsgjá Heiðmörk                 2
Esjan steinninn 1   37:39 25:29 1:03:08 695 3,4 6,8 4
Fimmvörðuháls                 6
Glymur 4
Grindaskörð 6   30:10 23:29 53:39 478 3,1 6,3 3
Hafnarfjall Vesturhnúkur                 4
Hafnarfjall Gildalshnúkur                 4
Hafnarfjall Tungukollur                 4
Helgafell Hf 10   25:03 20:07 0:45:10 345 2,9 5,9 3
Helgafell Mosó 1   11:35 9:28 0:21:03 226 1,3 2,6 2
Ingólfsfjall 1               2
Kerhólakambur                 4
Laugavegurinn                 6
Leggjabrjótur                 5
Mosfell 2   23:19     293 1,92 4,0 2
Móskarðahnúkar                 4
Reykjadalur                 4
Reykjafell Hellisheiði                 3
Selvogsgata                 5
Síldarmannagötur                 5
Úlfarsfell 14       0:54:43 299 2,5 4,8 2
Vífilsfell                 4
Vörðuskeggi Hengli                 4
Þríhyrningur                 4
Fjall Alls skráðir tímar Toppfara Alls skráðir tímar annarra Besti tími upp Besti tími niður Besti tími upp og niður með hléi Hæð í metrum Vegalengd upp Vegalengd upp og niður Erfiðleika-stig 1 - 6

 

Reglurnar eru þessar:

1. Alltaf er miðað við að farið sé um slóða á viðkomandi fjalli nema annað sé tekið fram,
til þess að allir geti borið saman sömu leiðina.
Þannig geta sum fjöll haft fleiri en eina leið á mismunandi tinda sbr. Akrafjall, Úlfarsfell, Esjan, Helgafellin o. m. fl.
en við þróum þetta eftir því sem reynslan kennir okkur hvað hentar best.
Sé farið út af þekktri leið, t. d. vegna ófærðar skal það tekið fram til að gæta sanngjarns samanburðar.

2. Skrá má uppgöngutíma eingöngu (á hæsta tind eða þekktan áfangastað) og/eða heildartíma upp og niður.
Stöðva má tímann á milli en það skráist þá sem slíkt (tími með eða án hlés).

3. Skrá skal dagsetningu, upphafstíma, vegalengd, tímalengd, hvort á eigin vegum eða á Toppfaraæfingu, birtuskilyrði, færð, veður, skóbúnað, broddanotkun, afvegaleið ef var og annað sem skiptir máli.

4. Æskilegt er að vísa í slóð af viðkomandi hlaupi/göngu á veraldarvefnum; þ. e. á eigið "track" á Endomondo, Strava, wikiloc eða álíka
en þetta er ekki skilyrði til að byrja með og á einkum við ef um sjaldfarnari fjöll er að ræða, svo allir geti glöggvað sig rétt á leiðinni.

5. Þetta er tilraunaverkefni sem á eftir að þróast með veðri og vindum þátttakenda og eflaust slípast heilmikið til eftir reynslunni
svo vinsamlegast gerið ráð fyrir þróunar- og betrunartímabili á reglum og utanumhaldi :-)

6. Allir geta verið með, Toppfarar sem aðrir áhugasamir fjallamenn
með því einfaldlega að senda okkur tímann sinn og ofangreindar upplýsingar :-)

7. Erfiðleikastigun leiðanna er í þróun en miðast er við eftirfarandi að grófu mati þjálfara:
1: láglent og stutt, 2: stutt fjallganga, 3: fjallganga yfir 5 km og frekar létt, 4: miðlungserfið fjallganga,
5: löng vegalengd en ekki hátt upp, 6: löng ganga og talsverð hækkun.

8. Hver einstaklingur getur verið með þrjá tíma á hverju fjalli, einn á hverjum árstíma.
Sjá undirtengla um hvert fjall fyrir sig, hér neðar er eingöngu um yfirlitstöflu að ræða um alla fjallatíma frá upphafi.

9. Blár undirlitur þýðir hált vetrarfæri, appelsínugulur undirlitur þýðir autt sumarfæri og grænn blandað færi að vori/hausti.
Þannig er raunhæft að bera saman tíma innan sömu árstíðar þar sem sumarfæri gefur almennt hröðustu tíma og vetrarfæri lengri tíma.
 


 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir