Páska þol og styrktarfimma !

Hefst fim 9. apríl og lýkur mán 13. apríl

Þjálfarar skora á alla Toppfara og aðra áhugasama að
taka þolæfingu að eigin vali að lágmarki 30 mín á dag alla fimm páskadagana
og taka 5 styrktaræfingar á dag, eina í hverjum eftirfarandi vöðvahóp;
fætur, magi, bak, miðja, hendur/axlir


Þriðjudagsæfing á stapana við Kleifarvatn 8. maí 2017 í dýrðlegu logni og fegurð...

Þátttökureglur:

1. Áskorun tekur fimm daga, hefst fim 9. apríl og lýkur mán 13. apríl.

2. Taka þarf bæði 30 mín þolæfingu sem má vera hvaða hreyfign sem er;
fjallganga, ganga, skokk, hjól, sjósund
og fimm styrktaræfingar á dag, eina úr hverjum vöðvahóp (fætur, magi, bak, miðja, hendur/axlir).

3. Hver og einn meldar inn á viðburðinn æfinguna með einni ljósmynd
og upplýsingum um hvaða styrktaræfingar voru teknar hvern dag.
NB það verður að vera tiltekið hvaða styrktaræfingar voru teknar hvern dag svo við lærum öll hvort af öðru :-)
Smartast væri ef menn geta fundið fimm mismunandi styrktaræfingar og aldrei tekið sömu æfinguna aftur,
þ.e. fimm ólíkar bakæfingar, fimm ólíkar fótaæfingar o.s.frv.
Allt gert þar sem ræltin er lokuð núna og margir Toppfara lyfta með fjallgöngunum og því tilvalið að venja sig á styrktaræfinga með eigin þyngd meðan á faraldrinum stendur :-)
Myllumerki áskorunarinnar er #PáskafimmaToppfara #Toppfaraáskorun

4. Dregið verður úr öllum þátttakendum og vinningurinn er hefðbundin tindferð að eigin val
og samantekt þátttöku verður hér undir og fer í áskorunarsögu klúbbsins sem er orðin ansi smart :-)

EF mönnum dettur einhver önnur fimma í hug meðfram þessu
þá er hún hjartanlega velkomin á listann sem þátttakendur melda inn fyrir hvern dag...
fimm fuglar, fimm hjörtu... fimm hugmyndir... fimm...

OG eins og alltaf.... engar sjálfur í boði takk !

Sjá viðburðinn hér á fb:

https://www.facebook.com/events/518261682191421/?active_tab=discussion

Samantekt á þátttöku:

Alls tóku 12 Toppfarar þátt og ellefu luku við fimm æfingar alla fimm dagana
og rúmlega helmingur náði að bæta við hreyfingu dagsins fimm ólíkum styrktaræfingum
og útlista þær samviskusamlega í sinni skýrslu - sjá hér:

Bára:

Skírdagsæfingin:
Skokk 10 km í sveitinni + 5 styrktaræfingar; þríhöfðalyftur (hendur), framstig (fætur), liggjandi með hendur undir afturenda og fætur beinir upp (magi), súperman = liggjandi á maganum og hendur + fætur upp (bak) og loks planki x1 mín (miðja).

Aukaþemað mitt verður rennandi ár... reyni að taka æfingu og mynd af fimm ólíkum ám þessa fimm daga 😊 Bjallalækur er það á skírdag en óveðrið var slíkt síðustu helgi að það fennti alveg yfir lækinn og hægt var að ganga yfir hann á snjóbrú alla vikuna þar til á miðvikudag að sólin leysti upp skaflana... ótrúlegt um miðjan apríl... þessi vetur 2019 - 2020 skákar öllu...

Mögnuð frammistaða hjá þátttakendum í þessari áskorun. Engin smá orka og innblástur sem kemur frá meldingum manna hér !

P.s. Örn er í vinnuferð á suðurlandi að ná í gögn hjá bændum sem hann vinnur bókhald fyrir... þess vegna erum við í sveitinni... og til að kanna vatnsskemmdir því hér lak og snjóaði inn í nokkra bústaði í óveðrinu síðustu helgi og við fengum tilkynningu um hugsanlegan leka... er svo á bakvakt á LSH á laug og sun... svo ekki skamma mig fyrir að vera ekki í bænum í tvo daga plís... ljós og friður 🙏

Föstudagurinn langi;
fjallahlaup á Reykjafell i Mosó nýja leið frá Laxnes-hverfinu nýja í Mosó. Mjög skemmtileg leið á fellið og hverfið glæsilegt, kom á óvart.
Lækurinn / áin sem rennur frá heiðinni við Grímmannsfellið og niður af Reykjafelli og svo gegnum Mosó til sjávar var á dagsins... vantar nafnið... Armbeygjur, hnébeygjur, magahjól, bakfettur og hliðarplanki á eftir.
#PáskafimmaToppfara #Toppfaraáskorun

Páskalaugardagur;
23 km hlauparúntur kringum Úlfarsfell að heiman meðfram sjónum, gegnum Álafosskvosina og til baka um Grafarholtið.Alger forréttindi að geta yfirleitt tekið hlaupatúr í svona náttúru með sjó, vötnum, ám, fjöllum og skóg allt í einum og sama hlaupatúrnum heiman frá sér... og meira að segja bóndabær á leiðinni (Úlfarsfellsbærinn) og ilmandi fjósalykt með bæjarhundinum og hestum úti í haga... dásamlegt... takk úthverfi Reykjavíkur

Áin Korpa tvisvar þveruð á b
rú svo hún er á dagsins en frá brúnni við bæjarmörk Grafarvogs og Mosó blasti Snæfellsjökullinn við, við sjónarrönd baðaður sólinni... bara magnað... og stingandi sóun... allir í bænum og enginn á fjöllum þessa veðursælu páska...
Handlóð, kálfalyftur, kviðkreppur, handa- og fótavíxlun á maganum (bak) og framplanki.Auðveldara að bæta þessum styrktaræfingum við en ég hélt... gott að hafa skilyrðin um alla vöðvahópa því það er tæmandi og fjölbreytt í senn.
#PáskafimmaToppfara #Toppfaraáskorun

Páskadagur:
Langur hjólatúr kringum alla Reykjavík og Seltjarnarnesið með smá dass af Kópavogi um Kársnesið og gegnum Kópavogsdal en sá kafli er algert yndi enda fær Kópavogslækur heiðurinn af því að vera lækur dagsins þó bæði Elliðaár, Úlfarsdalsá og Korpa eigi það allar líka skilið fyrir yndiskaflana sína
😊 Alls 61,3 km á 3:20 klst. og meðalhraði því 18,8 km/klst og hækkun 519 m.

Mergjuð leið, algert æði og mun betra veður en við áttum von á. Fyrsta formlega æfingin fyrir 3ja daga hjólatúr kringum Langjökul í sumar þar sem dagleiðirnar eru um 100 km á dag á möl að mestu svo ekkert væl og engar afsakanir... bara æfa 🤣
Dauðþreytt en hrikalega sátt með daginn 💪  Styrktaræfingar dagsins voru hendur í öxl í armbeygjustöðu (hendur), sitjandi kreppa með lóð til beggja hliða (magi), upprétta með fætur upp (miðja+læri), froskurinn liggjandi (innri læri, geggjuð æfing) og loks standandi súperman fyrir bakið. Best að þrjóskast við að vera aldrei með sömu æfinguna tvisvar í þessari fimmu til að æfa heilann í leiðinni 🤣Hrikalega ánægð með þátttökuna í þessari áskorun 👏 Vona að þetta verði til þess að einhverjir hafi styrktaræfingarnar með annarri hreyfingu, það er svo gott þó það sé oft erfitt að koma sér í þær eftir útiveruna en vá hvað maður finnur brennsluna og áhrifin í líkamanum við að hafa þær með 💪 ... dýrmætt þar sem vöðvarýrnunin eykst með hækkandi aldri
#PáskafimmaToppfara #Toppfaraáskorun

Annar í páskum;
Reykjaborg frá Hafravatni að Bjarnarvatni. Áin í dalnum er allavega sjötta áin um páskana en vantar nafnið á henni
😊 Var ekki að nenna þessu... en ánægð á eftir og Batman hífandi glaður. Mikil fegurð þarna og frábær túr úr alfaraleið, enginn þarna nema við. Styrktaræfingarnar; Seta við vegg með fætur 45 gráður (læri), bolti í vegg (magi), handlóð, sitjandi magakreppa fætur í kross (miðja) og tvær skrítnar bakæfingar af vefnum (kötturinn og sitjandi með hendur undir rassi og annan fótinn krepptan) - veit ekki alveg hvort séu góðar en gaman að prófa


Biggi:

Páska fimman - Dagur eitt.
Skokk, magaæfingar og teyjur.

Páska fimman - Dagur tvö.
Ganga, nokkrar upphífingar og teyjur.

Páska fimman - Dagur þrjú.
Dagsganga, teygjur og glasalyftingar

Páska fimman - Dagur fjögur.
Bara hjólaferð í dag og smá teygjur
🐥

Páska fimman - Dagur fimm.
Dagurinn byrjaði á klukkutíma Yoga Nidra og ég steinsofnaði
😴
Eftir hádegi, röskleg ganga í Heiðmörk og smá teygjur
🐇

Björgólfur:

Stundaði gönguskíði um páskana að vanda. Gekk 15km með 15kg á bakinu 5 daga í röð, samtals 75km. 😎

Bjarnþóra:

Páska áskorun - dagur 1 Gönguskíði 21KM, 3KM hjól og 7 mín húllahringur

Esjan í fyrsta skipti á ævinni 😄 min píslarganga , sjósund síðdegis ca 5 min og plankað í 3 min eftir kvöldmat 🤣

Engar styrktaræfingar hjá mér í dag - bara Esjuganga

Bara hjól hjá mér í dag 11km og jú reyndar garðvinna 😄 Gleðilega páska

Rúmlega 15km hjólatúr í bleytu 😄

Helga Björk:

Páskafimman mín er eftirfarandi:

Skírdagur:
3 km útiskokk um Grafarvog og1 klst styrktartími hjá World class á netinu, hugleiðsla 20 mín.

Föstudagurinn langi:
40 mín jógaflæði, Úlfarsfell- ganga, 20 mín strength kickstarter styrktaræfingar í Nike training appinu.

Laugardagur:
7 km útiskokk, Nike training appið- full body hustle-21 mín, hugleiðsla 20 mín.

Páskadagur:
4 km ganga um Grafarvog, 17 km hjólahringur- Grafarvogur- Mosfellsbær- Grafarvogur, 30 mín yogaflæði og 25 mín Yo
ga nidra hugleiðsla.

Annar í páskum:
yoga nidra hugleiðsla 20 mín, 7 km ganga- skokk um Grafarvog, yogaflæði 30 mín, 12 mín arms og abs í nike training appinu.
Ég hef barasta ekki verið með hugann við að trakka eitt eða neitt heldur verið algjörlega í núinu
Páskaknús

Jórunn Atla:

9/4 - 45 mín hlaupæfing með sprettum (læri) og svo styrktaræfingar heima og teygjur. Turkish getup(core, rass og axlir) maga og bakæfingar (v-ups, tuckups, hollowrock og Súperman) standandi róður með lóðum og sipp. Síðan var 24 mín axlarecoveryæfing frá thetrainingplan.co #toppfaraskorun getekkisettmynd?

Útað hlaupa í dag - 2 tímar, mest utan malbiks í dásamlegu blautu veðri. Dýfði mér í augnablik í sjóinn (með Bjarnþóra Egilsdóttir) og gerði styrktaræfingar með teygjum heima: planki, downdog armbeygjur, standa á öðrum fæti og halla fram og aftur, hnébeygjur.

Hressandi hundagöngutúr við bæjarmörkin á bakvaktinni - pínku styrkur tekinn á eftir - 10hnébeygjur/armbeygjur/uppsetur/bakfettur/standaáöðrumogkastaboltaíveggájafnvægishálfbolta(miðja) og Hera er á myndinni ef vel er að gáð😉

Heimawod (CrossFit) æfing í morgun, 22 mín púl+upphitun og teygjur(alls klst) Uppsetur, hnébeygjuhopp, clean/axlapressur/snörun með lóðum - get lofað að allir vöðvahópar voru styrktir. Svo klukkutíma róleg hundaganga eftir páskaeggin🐥 - Gleðilega páska

Annar í páskum:
Þrekið var rólegt skokk í Laugardalnum þar sem ég bókstaflega dró Heru áfram - hún er alveg að fá nóg af þessu þreki
🙈. Gerði svo samviskusamlega styrktaræfingar í stofunni, þríhöfðaarmbeygjur, hliðarskref með teygju, goodmornings, v-ups og planki. Satt Bára - mikið hefur maður gott af þessum styrk!


Jóhanna Diðriks:

Dagur eitt
kvöldganga á Álftanesi
🙂

Dagur 2:
Í morgun nokkrar góðar styrktaræfingar, hnébeyjgur, hliðarplanki, lóð fyrir upphandleggi og fleira. Göngutúr á Álftanesi og Garðaholtið þar sem eina brekkan er
🤣

Dagur 3:
Hjólað yfir Garðaholt og inn í Hafnarfjörð og til baka. Styrktaræfingar á dýnu og með lóðum. Góð tilfinning að ljúka þessari áskorun á degi þrjú. Frábært veður og kyrrð
😊

Dagur 4:
Páskadagur:
Gengið frá Túngötu um Bessastaðanesið og komum á Skansinum og fylgdum til norðurs og austur ströndinni um Rana og framhjá Bessastöðum og heim um Breiðumýri sem á að fara að byggja upp. Fann stærsta ígulker sem ég hef sé
🙂 gengum í tæpa tvo tíma rúmlega 9 km í frábæru veðri. Styktaræfingarnar voru gerðar fyrr um daginn samviskusamlega. 💪

Dagur 5:
60 mín kraftmeira jógaflæði með Írisi hjá Amarajóga í Hafnarfirði. Á You tube
🧘


Jóhanna Fríða:

Skýrsla 1 (sem er nokkuð löng).
Ég fór fimm sinnum á alla þrjá tinda Úlfarsfells (einu sinni hvern dag), hver leið um 5 km (plús/mínus eitthvað) og gerði jógaæfingar eftir hverja göngu, mismunandi stuttar, frá 15-25 mínútur, en vá hvað það er gott að blanda þessu svona sa
man.
- x5 á Úlfarsell
- 5 km
- x5 jógaæfingar

Ég fór frá fimm mismunandi upphafsstöðum, í þessari röð:
- Leirtjörn
- Slóði
- Sólbakki
- Skarhólamýri
- Skógrækt

Ég fór af stað á fimm mismunandi tímum, sem voru með fimm mínútur á milli (löng saga... )
- 7:29 - dagur 3
- 7:34 - dagur 4
- 7:39 - dagur 2
- 7:44 - dagur 5
- 7:49 - dagur 1

Ég tók tindana í fimm mismunandi röðum, í þessari röð eftir dögum.
- Hákinn - Stórihnúkur - Litlihnúkur - fjólublá leið á mynd
- Litlihnúkur - Stórihnúkur - Hákinn - blá leið á mynd
- Litlihnúkur - Hákinn - Stórihnúkur - gul leið á mynd
- Stórihnúkur - Litlihnúkur - Hákinn - rauð leið á mynd
- Hákinn - Litlihnúkur - Stórihnúkur - græn leið á mynd
#PáskafimmaToppfara
#Toppfaraáskorun

Skýrsla 2
Ég fann að sjálfsgöðu fullt af hjörtum og valdi eitt úr fyrir hvern dag til að setja í fimmu. Það gladdi mig sérstaklega að finna eitt rautt hjarta
🥰
#PáskafimmaToppfara
#Toppfaraáskorun

Ég set fimmurnar mínar inn í nokkrum innleggjum, svo afsakið fjöldapósta 😊 ...en þegar Bára sagði að við mættum búa til aðrar fimmur en hún
lagði upp með, þá auðvitað missti ég mig í einhverja vitleysu...
🤣

Skýrsla 3
Þá er það síðasta og skrítnasta fimman.

Fyrsta daginn fann ég jólakúlu, gekk fram á hana í lúpínusinubreiðu undir Litlahnúk og ég grínaðist með að ætla að finna fimm jólakúlur.

Það var auðvitað ekki raunhæft, en á degi tvö tók ég mynd af páskaunga sem FÍ hafði komið fyrir á Stórahnúk fyrir leik og hugsaði mér að kannski gæti ég haft svona "Óvenjulegt á Úlfarsfelli" fimmu, svo það var ekki öll nótt úti enn.

Á degi þrjú, þegar ég var að ganga utan í Stórahnúk að sunnanverðu, var ég að hugsa að líklega fyndi ég ekkert meira óvenjulegt, enda sér maður varla rusl á Úlfarsfelli. Rétt í þann mund sem ég sleppti hugsuninni, gekk ég fram á hárteygju, svona stóra og fína sem leit út eins og glæný, svo ég ákvað að láta hana gilda.

Á degi fjögur var ég aftur að ganga yfir lúpínusinubreiðuna, sem er nota bene, ansi stór, og hugsaði hvort ég ætti að prófa að leita að jólakúlu, en fannst það pínu svindl og ákvað að gera það ekki. Nokkrum sekúndum síðar sé ég eitthvað útundan mér sem líktist brúnum sveppi, en það var nú ekki rökrétt á þessum árstíma, og auðvitað var þetta jólakúla með frostblettum, enda frost um nóttina og ég var þarna snemma að morgni í köldum vindi. Ég fór nú bara að hlæja, algjörlega fáránleg tilviljun að ganga fram á aðra jólakúlu á öllu þessu svæði, því það er ekki eins og þær sjáist í einhverri fjarlægð á kafi í lúpínusinu. Ég fann svo reyndar aðra svipaða hárteygju í þessari göngu líka.

Í morgun kom svo örvæntingin, að ég myndi ekki finna neitt óvenjulegt (tel ekki með alvöru rusl sem ég sting í vasann).
Ég fann reyndar ljóta hárteygju sem fór í ruslið (hinar þvoði ég), fann eitthvað járnstykki sem ég tók ekki með mér, en var ekki alveg sátt við að nota það. Á endanum ákvað ég að nota það sem óvenjulegt að ég þurfti að vera í broddum á leiðinni upp bröttu leiðina frá Skógræktinni. Það er kannski ekki óvenjulegt, en miðað við allar hinar leiðirnar er það óvenjulegt núna

Svo er þetta auðvitað bara fáránlega óvenjuleg fimma 🙈😂🤣

P.s. Ég leyfði myndum af öllum nefndum hlutum að fylgja með
#PáskafimmaToppfara
#Toppfaraáskorun

Marsilía:

Áskorun dagur 1:
Æfing dagsins var tekin innandyra að öllu leyti. Fyrst gerði ég HiiT æfingar í 30 mínútur:
Armbeygjur – Fluga með magakreppu – Axlir út í 5 sek og strax axlir fram og upp í 5 sek – Burpees – háar hnélyftur. Hver æfing gerð í 1 mínútu 4 hringir. Svo afturstigshopp- skater jumps-toe jumps-froskahopp-Hnébeygjuhopp. Hver æfing í 1 mínútu, 2 hringir.
Eftir það gerði ég hnébeygju, framhallandi róður, axlapressu, og fótalyftur 20 endurtekningar af hverri æfingu . Kláraði svo með planka í 1 mínútu. Notaði handlóð og teygju með æfingunum.

Æfing dagsins
 var skokk úti, sem ég hef ekki gert í mörg ár. Pistols ( fætur), þríhöfðapressa ( hendur), planki (core), magakreppur og bakfettur.

Laugardagsæfing:
upp að steini, styrktaræfingar með teygju heima tvíhöfði, súperman, uppstig, hliðarplanki og fótalyftur. Slökun á svölunum í lokin
😉😆

Sunnudagsæfing:
1 1/2 tíma hjóltúr í borginni, æfingar með teygjum á eftir

Páskafimma 5 dagur:
5 ferðir í himnastiganum og svo cardio kick æfing í Asana Rebel appinu ( 29 mín).

Ólafur Vignir:

Dagur 1
- Skírdagur. Fjórar ferðir í himnastiganum. Armbeygjur, uppsetur, afturstig og hnébeygjur.

Dagur 2
- Föstudagurinn langi. Göngutúr um Kópavog með þremur hurða-heimsóknum (spjallað við fólk í dyragættinni). Armbeygjur, framstig, planki og eitthvað fleira.

Dagur 3
- Laugardagur. Hjólatúr kringum "gamla" Kópavog. Einu styrktaræfingar þessa dags voru flösku- og glasa lyftingar í pottinum og með Helga f****** Björns
😉

Dagur 4
- Páskadagur. Göngutúr í efri byggðir Kópavogs með viðkomu hjá afkomendum og fleiri ættingjum. Heima á stofugólfi var síðan tekin klukkutíma"full body" Tabata æfing með teygjum og lóðum undir handleiðslu dóttur minnar (tilvonandi einkaþjálfara). Held að ég hafi verið notaður sem tilraunadýr
🤔. Svo er að sjá hvort eitthvað verði eftir á tankinum á morgun til að klára áskorunina😉

Dagur 5
- Annar í páskum. Hjólatúr um gamla Kópavog með útúrdúr Nauthólsvík/flugvöllur/Þjóðarbókhlaða. Létt mix af teygjum og styrktaræfingum

Sarah:

10km hlaup I dag, i Boston if Cambridge!!! Rosalega gott vedur! Og sma yoga eftir, dagur 12 af 30 days of yoga challenge!


Sigga Lár:

Áskorun: dagur 1.
Gekk/skokkaði upp Úllan og hljóp niður. Tók svo tabata heima með hvatningu einkaþjálfarans, hans Gauks.
#PáskafimmaToppfara
#Toppfaraáskorun

Dagur 2:
klukkutíma yogatími og 30 mínutur af hressandi hip-hop!
😅. Og mer finnst ég heppin að enginn horfði a mig gera hip-hop....
#Toppfaraáskorun
#PáskafimmaToppfara

Dagur 3.
Eftir aaaaaaallt of langan vinnudag skrottaðist ég upp á Úllann og svo bara klassískt Tabata heima. Þreytt.....
🙂
#Toppfaraáskorun
#Páskafimmatoppfara

Dagur 4:
27,65 km hjóleri í borg óttans. Tabata heima eftir það
💪
#Toppfaraáskorun
#PáskafimmaToppfara

Dagur 5:
klukkutíma yoga og síðan Geldingarnesið i 1,5 tíma.
#PáskafimmaToppfara
#Toppfaraáskorun

Mergjuð frammistaða !

Takk öll fyrir þátttökuna !

Marsilía var dregin úr öllum þátttakendum og vann eina hefðbundna tindferð að eigin vali :-)

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir