Fimmtíu fjöll eða firnindi

Hefst 1. janúar og lýkur laug 31. desember 2018

Skokkum - göngum - skíðum
á 50 ólík fjöll, gönguleiðir eða óbyggðir
á árinu 2018
Kvenþjálfari Toppfara ætlar að hlaupa á 50 ólík fjöll eða gönguleiðir á árinu 2018...
og býður öllum Toppförum sem og öllum öðrum áhugasömum að koma með...
hver á sínum forsendum, hraða og tímasetningu... hlaupandi eða gangandi þegar hentar...
... þess vegna fimmtíu sinnum gangandi á bæjarfallið eða skíðandi kringum vatnið í hverfinu sínu...


Mynd: Hoppað yfir stokk og steina
í óbyggðahlaupi Toppfara nr. 6 um Leggjabrjót frá Svartagili niður í Botnsdal 13. maí 2017
þar sem mæting var frábær í góðu veðri og ævintýralegu færi :-)

Stefnan er tekin á eitt fjall á viku þar
sem hver hefur sína hentisemi með hvaða fjall er farið á, hvenær og hve hratt...
en sum fjöllin eða gönguleiðir fá sérstakan viðburð
þar sem þjálfarinn leggur þá upp með að sé mætt á ákveðinn stað og lagt af stað á ákveðnum tíma,
jafnvel með rútu ef endað er á öðrum stað en upphafsstað
og menn geta meldað sig í þann viðburð ef þeir vilja koma með...
og þeir skokka sem vilja og aðrir taka þetta sem göngu...

Ætlunin er að hlaupa á öll fjöllin á
höfuðborgarsvæðinu
og mörg önnur spennandi á suðvesturhorni landsins...
eins og Þríhyrning, Skjaldbreið, Heklu, Strút o. m. fl...

Þá er og ætlunin að hlaupa þekktar gönguleiðir
eins og Síldarmannagötur, Selvogsgötu, Hellismannaleið og Fimmvörðuháls...
og verða sérstakir viðburðir hér á Toppfara-fasbókinni í kringum þessi stóru fjöll og löngu gönguleiðir...


Þátttökureglur:

1.
Melda sig "going" inn á þennan viðburð á fasbókinni... ekki hika... bara vera með...
það verður ansi sætt að ná þessu...

2.
Melda hér inn hvert fjall / gönguleið, hvort sem það er skokkað, skíðað eða gengið
og þá númer hvað það er ("fjall 34 af 50 var...")
með smá tölfræði; kílómetrar og tími - og jafnvel hæð og hækkun eða hraða km/klst eða mín/km-
t. d. með því að setja inn slóð af Endomondo, Strava eða álíka
eða setja inn ljósmynd af hlaupaúrinu sem sýnir tölfræðina...
... því meiri upplýsingar því skemmtilegra fyrir okkur hin að sjá...

3.
Helst setja inn allavega eina ljósmynd úr ferðinni en það er ekki skilyrði að setja mynd.
ATH sjálfumyndir eru EKKI í boði á þessum viðburði...
það er langtum meira en nóg af þeim annars staðar...
Hvet alla til að taka eftir fegurðinni á leiðinni og mynda hana :-)
... jafnvel mynda eitthvað sérstakt eða vera með sitt eigið þema eins og gróður- eða bergtegundir
eða ákveðin form eins og hjörtu, hús, andlit o. s. frv...
það kemur á óvart hvað hægt er að koma auga á margt miklu merkilegra en mann sjálfan...
Niðurstaða eftir fyrstu 3 mánuði: ljósmyndakeppni í 8 flokkum - hugsanlega fleiri;
... fólk, landslag, hundar, nærmyndir, skíði, form, hjörtu, myrkur...

4.
Þegar 50 fjöllum eða firnindum er lokið skal hver og einn melda inn listann sinn...
en það væri gaman ef menn melduðu alltaf inn lista
þegar þeir hafa lokið hverjum tug, þ. e. fyrstu 10 og svo 20 o. s. frv...
það hvetur alla áfram að sjá milliáfangana gerast :-)

5.
Þetta mega vera hvaða fjöll, fell, tindar, gönguleiðir eða firnindi sem er.
Með orðinu "firnindi" er nefnilega möguleiki að hafa með hlaupa- , skíða- eða gönguleiðir sem er ekki þekkt,
jafnvel búin til af viðkomandi í sinni sveit eða rétt úti fyrir borginni úr sínu hverfi.
Þannig má skokkhringurinn úr bústaðnum ef hann nær út úr þéttbýli...
eða göngutúrinn kringum Hvaleyrarvatn, Ástjörn, Vífilsstaðavatn, Reynisvatn, Geldinganes
o. s. frv. vera talið með...
eina skilyrðið er að það sé úti í náttúrunni og ekki inni í borgarumhverfinu á gangstétt...
verður ekkert smá gaman að sjá skemmtilegar og öðruvísi leiðir sem víðast um landið
og fá innsýn í alls kyns sveitasælu sem flestra...

6.
Helst skal ná 50 ólíkum fjöllum eða leiðum en það er ekki skilyrði...
og það má telja fleiri en eitt fjall eða tind í einni ferð (t. d. Stóri og Litli Meitill sem eru tvö ólík fjöll)
en ef menn sjá ekki fram á að komast yfir 50 mismunandi leiðir þá má fara oftar en einu sinni á sama fjallið...
það er t. d. eitthvað mjög svalt við að fara 50 sinnum á bæjarfjallið sitt á einu ári...
... og áskorun um að ganga 50 sinnum kringum vatnið í hverfinu sínu
er skemmtilega áskorun sem leynir á sér að standa við...
7.
Þjálfari mun halda utan um þátttökuna og tölfræðina og birta hér á vefsíðunni út allt árið...
vonandi koma sem flestir með... bara gaman :-)

Skorum á alla áhugasama að koma með...
og alla Toppfara sem vilja skrásetja hlaup eða göngur á 50 ólík fjöll eða firnindi...
... þeir klúbbfélagar sem mæta vel allt árið ná í raun um 90 fjöllum/fellum/tindum/gönguleiðum í 60 ferðum...
og því er þessi áskorun um að skokka á fjöllin á eigin vegum
eða einfaldlega mæta vel í Toppfaragöngur og telja...
spennandi áskorun og gott aðhald...

Sjá viðburðinn hér á fb:
https://www.facebook.com/events/246589462543533/

-----

Þátttakendur:

Skráðir voru alls 29 manns í upphafi
en virkir þátttakendur enduðu á að vera 18 manns
og alls náðu 11 manns að ljúka 50 fjöllum,
þar af nokkrir rúmlega eða vel það !
og eingöngu átta enduðu á að senda listann sinn og fylgja þannig þátttökureglum
til að geta átt möguleika á að vera dreginn út með vinning upp á árgjald í klúbbnum:

Ásta H: 50
Bára: 50
Birgir: 101 !
Björn Matt: 58
Davíð: 50
Erna: 38
Jóhanna Fríða: 50
Lilja Bj: 50
Sigga Sig: 50

Aðalheiður: 50+ - vantar listann !
Anna Jóhanna: 50+ - vantar listann !
Olgeir: 50 + - vantar listann !

Þeir sem voru með í byrjun en luku ekki við 50 fjöll og melduðu ekki inn endanlega tölu ársins:
Arney, Jóhannes R., Karen Rut, Njóla, Svala, Þóranna.

Vegna sérlega erfiðs veðurs sumarið 2018
þá enduðu allar áætlanir um sameiginlegar ferðir á ýmis fjöll eða gönguleiðir í aflýsingum
og því reyndi meira á að menn færu allt á eigin vegum
nema það sem fyrir var skipulagt í Toppfaradagskránni
en það kom ekki að sök enda þátttakendur með eindæmum sjálfstæðir og frumlegir í leiðarvali :-)

Hlaupandi - 8 manns:
Anna Jóhanna, Bára, Davíð, Jóhanna Fríða, Jóhannes, Lilja Bj., Olgeir, Svala.

Skíðandi - 5 manns:
Heiðmörk ótroðnar slóðir á gönguskíðum: Jóhannes R., Lilja Bj., Súsanna
Hengilssvæðið á fjallaskíðum: Jóhannes R
Rauðavatn á gönguskíðum: Birgir
Svínadalur á gönguskíðum: Birgir

Algengasta fjallið:
Úlfarsfell
Helgafell Hf
Vífilsstaðahlíð og Vífilsstaðavatn

Frumlegasti þátttakandinn:
- farið oftast þar sem aðrir þátttakendur hafa ekki farið-:
Jóhanna Fríða ? - ATH má koma með athugasemdir !

Sjálfstæðasti þátttakandinn:
- farið oftast einn á eigin vegum óalgengar slóðir -
Ásta Henriks.

Fjalla- og firningalistarnir
frá þátttakendum:

Ásta Henriks - alls 50:

 

Bára - alls 50:

Birgir - alls 101 ferðir !

 

Davíð - alls 50:

 

Erna - alls 38:

 

Jóhanna Fríða - alls 50:


 

Lilja Bjarnþórs - alls 50:

Sigga sig - alls 50:

 

Súsanna - 20 fyrstu:


 

Vantar lista frá Aðalheiði, Önnu Jóhönnu og Olgeiri
sem öll luku við meira en 50 fjöll/firnindi
og hinum sem luku við hluta og gaman er að hafa með !

Ljósmyndakeppni:

ATH! mikið af mjög fallegum og ótrúlega svölum ljósmyndum hafa verið meldaðar með í viðburðinum
og þjálfari byrjaði að safna þeim... en svo var magnið svo mikið og þungt í vöfum að fara í færslurnar aftur í tímann
svo þetta er niðurstaðan... en það gætu hugsanlega verið fallegri myndir síðari hluta áskorunarinnar...

Nú verða allir að senda inn í tillögu að fallegri mynd í hverju flokki ef þeim finnst betri mynd eiga erindi sem vinningsmynd

Það gerast nefnilega ótrúlegir hlutir þegar menn hætta að taka sjálfur... :-)

Niðurstaðan er sú að við enduðum á að keppa í átta flokkum:
"Fólk á fjöllum"
göngumenn


Olgeir á Ingólfsfjalli í júní- Sigríður Lárusdóttir fyrirsætan.
 

---------------


"Landið mitt Ísland"
landslag


Jóhanna Fríða, vantar hvar og hvenær

---------------

"Besti vinur mannsins"
hundar


Mynd: Þóranna á Úlfarsfelli með Vöku í febrúar.

---------------

"Líttu þér nær"
nærmyndir af náttúrunni


Mynd: Sigga Sig Kerhólakambi í apríl

OG :


Lilja Bj. við Reynisvatn ? í grenjandi rigningu sem bleytti linsuna í júní

OG


Lilja Bj. við Reynisvatn í grenjandi rigningu sem bleytti linsuna júní

---------------

"Skíðum skemmtum okkur"
skíði


Mynd: Birgir á gönguskíðum við Rauðavatn í febrúar.

---------------

"Fegurðin í forminu"
öll möguleg form í umhverfinu


Mynd: Þóranna á Úlfarsfelli í janúar.

---------------------

"Hjartað í náttúrunni" 
hjörtu


Erna, vantar hvar og hvenær


Ásta H., vantar hvar og hvenær.

"Birtan í myrkrinu"
Myrkur


Mynd: Birgir viðHvaleyrarvatn í febrúar.

"Andlitin í landinu"


Mynd: Jóhanna Fríða í Búrfellsgjá í apríl

Allar leiðréttingar, athugasemdir og viðbætur vel þegnar
svo þetta sé sem allra réttast allt saman :-)

Sjá viðburðinn hér á fb:
https://www.facebook.com/events/246589462543533/

TAKK ÖLL !

Fyrir þátttöku sem var framan vonum...
þrautsegjan, frumlegheitin og sjálfstæðið kom þjálfara á óvart...
hversu oft menn fóru á eigin vegum, jafnvel einir á ferð og á nýjar slóðir var aðdáunarvert
og kveikti á hugmyndinni að áskorun ársins 2019...
"Ókunnar slóðir á eigin vegum"

Við erum hvergi hætt... þrjár áskoranir verða á árinu 2019
Ókunnar slóðir á eigin vegum...
... tólf fjöll Hvalfjarðar...
 og tólf fjöll í maí í kringum 12 ára afmæli Toppfara...

... bara gaman :-)

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir