Tólf fjalla afmælis áskorun !
Göngum á tólf fjöll á tólf dögum
í tilefni af 12 ára afmælisári fjallgönguklúbbsins
sem var stofnaður þann 15. maí 2007 á Esjunni :-)

... hófst laug 4. maí og lauk mið 15. maí


Arngrímur og fleiri Toppfarar á leið á Kristínartinda í Skaftafelli 22. júlí 2018

Sjá hér tilkynningu þjálfara á Toppfarasíðunni:

Eingöngu tvær konur náðu að klára áskorun þjálfara um að fara tólf fjöll á tólf dögum
í tilefni af 12 ára afmæli Toppfara þann 15. maí...
þær Sigríður Lárusdóttir og Súsanna Flygenring ...
enda meira en að segja það að ná þessu tólf daga í röð...

Ætlunin var að draga úr þátttakendum einn sigurvegara sem hlyti árgjald að verðmæti 20.000 kr í vinning
en þar sem þið eruð bara tvær þá er niðurstaðan að veita ykkur báðum hálft árgjald hvorri að verðmæti 10.000 kr.

Listi Súsönnu:

Hér kemur göngulistinn minn:
4. maí 1. Helgafell Hfj. (upp og niður gilið) 5.8 km
5. maí 2. Úlfarsfell 4.4 km
6. maí 3. Helgafell Hfj. (upp öxl, niður gilið) 6.2 km
7. maí 4. Leirvogsá - Tröllafoss 7.3 km
8. maí 5. Úlfarsfell (frá skógrækt) 2.6 km
9. maí 6. Reykjaborg, Lali, Hlíðarhorn 5.8 km
10. maí 7. Þorbjörn v/Grindavík 2.6 km
11. maí 8/9/10 Helgafell, Æsust.fj., Reykjafj. 3.6 km
14. maí 11. Þúfufjall 4.7 km
15. maí 12. Lágafell Mosó 5.1 km


Tólfta og síðasta fjallið hennar Súsönnu, Lágafell
sem jafnframt var fyrsta fjall hennar með klúbbnum fyrir mörgum árum síðan :-)

 

Listi Sigríðar Lár:

Hér kemur svo listinn minn yfir 12 fjöll á 12 dögum. Geggjað að fá svona áskoranir og taka alla leið.
Enda er ég orðin óstöðvandi :-)

1. Rótarfjallshnjúkur 24.6 km
2. Mosfell 3.7 km
3. Helgafell Mosó 1:43 klst (trakkið hætti því síminn dó)

4. Sandfell í Kjós 3.79 km
5. Helgafell Hafnarf 5.7 km
6. Úlfarsfell 4.5 km
7. Ingólfsfjall 3.5 km
8. Þrír tindar Þríhyrnings 8.18 km
9. Úlfarsfell 4.11 km
10. Hafrafell
11. Reykjaborg
12. Þverfell. Þrjú síðustu í einu trakki 6,29 km.

Áfram Toppfarar!


Þríhyrningur sem Sigríður gekk á ásamt Olgeiri sem náði því miður ekki að klára öll 12 fjöllin á í þessum þrönga 12 daga ramma
en þau fóru með börnum sínum á fleiri en eitt fjall í þessari áskorun sem var frábært :-)

Listi Báru þjálfara:

1. Rótarfjallshnúkur laug 4. maí - 21,5.
2. Helgafell Mosó mið 9. maí - 2,6 km.
3. Mosfell mið 8. maí  - 4,1 km.
4. Úlfarsfell fim 9. maí - 4,1 km.
5.-8. Æsustaðafjall, Reykjafell, Reykjaborg og Hafrahlíð fös 10. maí - 11,8 km.
9. Þúfufjall - þri 14. maí.
10.-12.
Ásfjall, Vatnshlíð og Stórhöfði - mið 15. maí.


Lali við Hafrahlíð mjög fallega leið sem Bára uppgötvaði á leið um fjögur fjöll í Mosó og er komin á framtíðarlista Toppfara.

----------

Takk fyrir frábæra frammistöðu stelpur, þið eruð magnaðar að gera þetta
og það eftir nýafstaðna 5 fjalla/æfinga-áskorun um páskana
sem þið tókuð báðar með miklum glæsibrag,
en einmitt þessi frammistaða segir allt um úr hverju þið eruð gerðar.
Virkilega vel gert !

Á næsta ári verða það 13 fjöll á 13 dögum... bara drepfyndið og stórskemmtilegt að gera þetta !

----------------

Þátttökuskilyrði voru eins og alltaf:

1. Melda inn hverja göngu með einni mynd og valkvætt einhverjum tölfræði upplýsingum.
2. Birta listann sinn í lok áskorunarinnar.

3. Leyfilegt að fara á sama fjallið oftar en einu sinni og fleiri fjöll í sömu ferð.

Þjálfari tekur þetta saman og dregur sigurvegara úr öllum gildum þátttakendum.
Verðlaun eru árgjald í klúbbnum sem viðkomandi má nýta fyrir sjálfan sig eða aðra.

Sjá fasbókarviðburð hér:

https://www.facebook.com/events/2322127671376764/

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir