Æfingar alla þriðjudaga frá október út desember 2013
í öfugri tímaröð:

Úlfarsfell 17. desember féll niður vegna veðurs
Lágafell og Lágafellshamrar í Úlfarsfelli 10. desember
Esjan höfðingjaganga 3. desember
Háihnúkur Akrafjalli 26. nóvember
Rauðhóll Esju 19. nóvember
Hnefi Lokufjalli 12. nóvember
Úlfarsfell baksviðs að austan 5. nóvember
Búrfellsgjá 29. október
Grindaskörð og Syðstu Bollar 22. október
Valahnúkar 15. október
Eyrarfjall 8. október
Tímamæling Esjunni 1. október
 

 Ljós og friður á Lágafelli
... með göngum fegurstum frá upphafi vega ...

Okkar árlega Lágafellsganga frá Lágafellslaug... framhjá Lágafellskirkju... eftir endilöngu Lágafelli... upp Lágafellshamra á Búrfelli og aftur til Lágafellslaugar var þriðjudaginn 10. desember í einstakri birtu og kyrrð sem aldrei fyrr...

Birtan var slík að við þurftum ekki að kveikja á höfuðljósunum...
nema rétt niður snjóbrekkuna þarna vinstra megin við dökku hamrana sem sjást hér á mynd...

Einhvern veginn var ljósadýrðin svo mikil... og skýin á himni það lágstemmd að birtan endurkastaðist af borginni upp í skýin... og aftur niður á snjóinn og allt í kring... það er raunverulega mikils virði að kveikja sem mest á ljósum á þessum árstíma...

Veðrið yndislegt... logn og friður... nema smá vindur og snjókoma á einum kafla uppi á Lágafelli...

...en svo datt allt aftur í dúnalogn og snjórinn einhvern veginn dempaði allt og kyrrði...

Við gengum hefðbundna leið eftir öllum hnúkum Lágafells...

...og svo gegnum skóginn yfir á Búrfellið sem rís hömrum girt til norðurs að Lágafelli og nefnast þeir hamrar Lágafellshamrar þangað til Hamrahlíð svokölluð tekur við á norðvestur-horninu sem snýr að Reykjavík.. þeirri sömu hlíð og Hjölli leiddi hópinn um í klúbbmeðlimagöngunni á Úlfarsfell í sumarfríi þjálfara...

Ofan við brekkkuna okkar góðu stöldruðum við við og mátum aðstæður... gljúpur snjór sem gaf eitt besta færið þarna niður í sögunni... aldrei höfum við þurft frá að hverfa af þessum stað... alltaf komist þarna niður... yfirleitt í auðu færi.... blautum leir og möl... snjóföl... eða frosinni jörð og hörðu færi sem var verst af öllu...

... borðuðum nesti og rifjuðu upp fyrri göngur þarna niður...
þar sem stundum hefur verið kveikt á stjörnuljósum og skálað í freyðivíni milli jóla og nýárs...

Niðurgangan gekk vel... færið með besta móti og menn aðstoðuðu hver annan ef þurfti...

...en þeir allra svölustu og vönustu voru fljótir niður á meðan hinir tóku þetta á hjálpseminni og rósemdinni...
en dýrmætt var fyrir þá sem hikuðu að sjá hversu öruggir fremstu menn voru...
og þiggja styrka hönd þegar á þurfti að halda...
takk allir fyrir hjálpina og samheldnina :-)

... og Gylfi ljósmyndari tók magnaðar myndir með þrífót og góðum græjum sem við fengum öll að njóta á fésbókinni:
https://www.facebook.com/gylfigylfason/media_set?set=a.10151852189905488.1073741850.609315487&type=1

Síðasta kaflann gengum við gegnum jólalegan skóginn sem
 nú þéttist með hverju árinu og verður vonandi ekki á endanum ófær þegar árin líða :-)...
því fyrstu árin voru þetta litlir sprotar sem hafa vaxið ótrúlega síðustu ár...

... og tunglið kvaddi okkur með virktum þegar það gægðist bak við efstu brúnir Úlfarsfells ofan við brekkuna okkar góðu sem okkur er farið að þykja ansi mikið vænt um eftir áralöng kynni... og við lukum 6,5 km göngunni á 2:36 klst. upp í 254 m hæð með 377 m hækkun alls miðað við 36 m upphafshæð... og áttum notalega stund í pottinum í anda Pottfara sem sannarlega vita hvað er það allra besta eftir fjallgöngu á þriðjudagskveldi...:-)

Magnað kvöld í alltumlykjandi jólafriði sem stendur upp úr öllum Lágafellsgöngum í sögunni og er með björtustu og friðsælustu kvöldgöngum í sögunni... það er greinilega hægt að upplifa sífellt eitthvað nýtt þó farið sé sömu leið ár eftir ár... yndislegt að komast upp með að halda í hefðirnar með þessum breytileika... svona á milli þess sem við stöðugt prófum eitthvað nýtt... eins og að ganga á fjall frá Ásvallalaug... Árbæjarlaug... Grafarvogslaug... hey, kannski Garðabæjarlaug... og Salalaug...
á nýju vatna-þema ári 2014... það hlýtur að vera skemmtilegt :-)
 

 

Til heiðurs höfðingjum
 í krefjandi veðri og öðruvísi ævintýrum á Esjunni

Þriðjudaginn 3. desember gengum við til heiðurs aldursforsetum okkar...

... þeim Birni Matthíassyni sem varð 74ra ára þann 8. desember og Katli Arnari Hannessyni
sem varð 76 ára þann 4. desember...

... en báðir tveir hafa gengið með okkur frá því árið 2007 og mætt í flestar af okkar erfiðustu göngum i sögunni...

... enda eru þeir okkur dýrmætar fyrirmyndir...

... um hvers við erum raunverulega megnug...

... með þrautsegju, áræðni og óbilandi fjallaástríðuna að leiðarljósi...

Það var krefjandi veður þetta kvöld...

... gekk á með blindandi éljum...

... en vel gekk að ganga upp að steini um Einarsmýrina í krafti hópsins...

... þar sem kom sér vel að vera með skíðagleraugun...

... með ferskan snjóinn yfir öllu ...

... en með honum magnaðist þessi fallega birta sem fylgir myrkurgöngunum...

...og er engu öðru lík á fjöllum að vetri til...

Alls 5,8 km á 2:27 klst. upp í 597 m hæð með 649 m hækkun alls miðað við 9 m upphafshæð...

...og endað var á döðlutertu í boði Vallýjar... eftirrétturinn sem gleymdi að mæta í jólagleðihelgina að Álfasteini... og fór alla leið upp að steini til þess eins að fara aftur niður þar sem ekki viðraði fyrir kökuát uppi við stein í hvössum éljagangi...

...en þá týndist Vallý-in sjálf sem lagt hafði fyrr af stað niður og misst sjónar á hópnum sem kom á eftir... en hún var fljót að koma sér aftur á stíginn og Örn gekk svo til móts við hana og svo Svala síðasta kaflann...

...en þá komust Ásta Guðrún og Ástríður ekki inn í læstan bílinn sinn þar sem batteríið hafði tæmst í bíllyklinum í frostinu... og Björn Eiríks þurfti hálflasinn að keyra með varalykilinn að Esjurótum til að opna bílinn... meðan við sátum sex í bíl þjálfara og biðum í þokumóðu skellihlæjandi yfir skemmtilegum viðbótar-verkefnum þessa kvölds... m. a. döðlutertunni sem ógnaði ævintýralegri sögu hangikjötsins frá Hornströndum...

Takk fyrir samveruna elsku Aðalheiður E., Anton, Arna, Ásta Guðrún, Ástríður, Björn Matt., Guðmundur Jón, Gylfi, Heiðrún, Hjölli, Ingi, Jóhann Ísfeld, Katrín Kj., Kjartan, Lilja Sesselja, Matti, Roar, Sigríður Arna, Soffía Rósa, Steinunn Sn., Vallý og Örn A... og sérlega dásamlegt að fá sjaldséðu hrafnana Anton, Hjölla og Kjartan með okkur á fjall eftir mislanga fjarveru :-)

Það er heiður að ganga með ykkur öllum elsku vinir og einstakt að eiga aðra eins menn innanborðs í okkar hópi og Björn og Ketil sem ekki komst í fyrsta sinn í þessa höfðingjagöngu og bað að heilsa... heiðursmenn sem minna okkur á hversu mikils virði það er að hafa heilsu, getu og svigrúm til að njóta útiverunnar og vináttunnar á fjöllum allt árið um kring
um ókomna tíð :-)

 

Jólainnlit á Skagann

Skjól að mestu... heiðskírt og stjörnubjart að mestu... var ekki það sem við var að búast þriðjudaginn 26. nóvember þegar slagveður geysaði á suðvesturhorni landsins... og heldur fáir mættu til okkar árlegu aðventugöngu á Háahnúk á Akrafjalli... enda buldi rigningin og vindurinn á öllu sem fyrir varð þennan dag fram að göngu og kvöldið lofaði ekki góðu... 

... en þökk sé góðu leiðarvali Inga og Heiðrúnar inn Berjadalinn í góðu skjóli fyrir hvassri sunnanáttinni...
og einhverri blessunarlegri heiðskíru sem skartaði bara stjörnum á himni en ekki úfnum rigningarskýjum...
tókst okkur að ganga að mestu í ágætis veðri upp á Háahnúk...
fyrir utan harðan vindinn sem skall á okkur á brúnunum á leið niður efri hluta fjallsins...
og jú, smá rigningu í byrjun... og þennan líka furðulega éljagang sem buldi á okkur á kafla neðar...

Aðalheiður E., Jón, Lilja Sesselja, Jóhannes, Valla, Örn, Ingi, Heiðrún, Gerður Jens., Gylfi, Guðmundur, Katrín Kj., Ásta Guðrún, Björn og Lilja Kr. og Súsanna neðst en Bára tók mynd... níu konur og sjö karlmenn... nokkurn veginn kynjahlutfallið í Toppförum fyrir þá spekúlanta sem því hafa velt fyrir sér síðustu daga :-)

Stjörnuhvolfið var fagurt þetta kvöld... og éljagangurinn alveg í stíl á mynd ;:-)

 

Eftir 5,4 km göngu á 2:25 klst. göngu upp í 560 m mælda hæð með 574 m hækkun skv. gps miðað við 66 m upphafshæð.. var okkur boðið heim til Inga og Heiðrúnar þar sem heiti potturinn og ilmandi heitt kakó með rjóma og smákökum biðu okkar í dásamlegum notalegheitum sem skákar öllum fyrri aðventu-göngu-jóla-kakó-stundum...

...enda höfum við aldrei áður fengið brjóstsykur í eftirrétt sem hann Arnbjörn Inga fjallamaður bauð okkur hverjum og einum áður en hann fór heim að sofa eftir að hafa aðstoðað Láru mömmu sína að hita kakóið meðan amma og afi leiðsögðu hópnum um fjallið sitt:-)

Nepal... Búrfell... árið 2014... í umræðunni... og Perúferðin minnti á litríkan stórfengleika sinn á veggteppi einu...
rétt hjá  gullfallegu Akrafjallsmyndinni hans Inga sem Toppfarar gáfu honum í afmælisgjöf árið 2009...

Yndisleg samvera með dásamlegu fólki...
...hjartans þakkir elsku Ingi og Heiðrún fyrir ómetanlega vináttu ykkar og hlýjan anda sem vermir okkur öll ómælt...

 

Hitað upp með roðahimneskum forrétti fyrir Álfastein
snjóhvítum aðal-Rauðhóls-rétti fyrir Búrfell
... með smá landsliðsleik í fótbolta í eftirrétt...

Þriðjudaginn 19. nóvember hituðumn við upp fyrir Búrfell með óskaplega fallegri göngu upp á Rauðhól Esjunnar...

... þar sem hvítur snjórinn og roðasleginn stjörnum prýddur himininn lofaði jólalegri helgi að Álfasteini...

... og menn mynduðust við að spá úrslitum í síðari landsliðsleiknum í fótbolta gegn Króatíu á útivelli sem fram fór þetta kvöld þar sem mestu spekúlantarnir sátu náttúrulega heima við sjónvarpið... en fótboltaáhuginn var allt frá engum í mikinn meðal göngumanna og menn spáðu ýmsum úrslitum og jafnvel glænýjum markaskorurum í tröllatrú sinni á okkar flotta landslið eins og Svala... en Arna spáði rétt... 2:0 fyrir Króatíu...

Eftir stendur stolt og þakklæti til íslensku karlalandsliðsmannanna í fótbolta sem með aðdáunarverðri frammistöðu gáfu okkur tækifæri til að upplifa æsispennandi umspilsleiki fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Brasilíu 2014... hvílíkt ógleymanlegt ævintýri síðustu vikur sem endaði á tilfinningaþrunginni stund að leik loknum með viðtali við Eið Smára sem tilkynnti grátklökkur sinn síðasta landsliðsleik og tárin runnu...
...eða eins og Aðaleiður Eiríks orðaði það svo vel á fésbókinni:  ÁFRAM EIÐUR SMÁRI - ÁFRAM ÍSLAND !

... en stemmningin á jólagleðigönguupphituninni á Rauðhól var ekki síðri en á æsispennandi fótboltaleik þar sem meðbyr og mótbyr skiptust á í logni og skjóli á köflum og svo kulda og vindi þegar ofar dró milli hóla... þetta var ekkert annað en vörn og sókn þar sem allt getur gerst og eina sem dugar er þrautsegja, staðfesta, trú á eigin getu og úthald allt til enda...

...  og okkar leikur þetta kvöld fór 4,7 km á 2:12 klst. upp í 459 m hæð með 467 m hækkun alls miðað við 7 m upphafshæð... en færa má rök fyrir því að Rauðhóll sé neðar og ofar í þessum hólum og hæðum sem bungast í síhækkandi röð þarna þétt upp eftir Esjulendum og enda á Geithól sem var í um 700 m fjarlægð frá okkar endastað þetta kvöld... enda er Rauðhóll merktur á mismunandi stöðum eftir kortum... en þjálfarar létu þennan svipmikla hól þarna í 459 m hæð duga þetta kvöld...  þétt og góð æfing í góðra vina hópi, fínu færi, fallegu veðri og töfrandi umhverfi... fyrir slíkan fjallgönguleik ber að þakka eins og annað gott í þessu lífi :-)

 

Á Hnefanum í frosti og snjóföl
undir stjörnum og tungli
með friðarsúluna og borgarljósin á hliðarlínunni

Gullfalleg var æfingin þriðjudaginn 12. nóvember á Hnefa í Lokufjalli í mynni Blikdals Esjunnar...

Snjóföl í efri hlíðum... nánast heiðskírt... tunglið vaxandi... stjörnubjart... og friðarsúlan og borgarljósin glitruðu í fjarska...

Eitt af þessum kvöldum þar sem blankalogn og frost veita friðsæld og ferskleika sem hvergi fæst nema á fjöllum...

... þar sem smæð okkar verður áþreifanlegri en nokkru sinni í samhengi við umhverfið nær og fjær...

Blankalogn en samt fór myndavélin á svona flug... hífuð affjalladýrðinni...

Mættir voru 27 manns:

Aðalheiður E., Arna, Ástríður, Bára, Björgvin, Dóra, Gerður Jens., Guðlaug, Guðmundur Jón, Guðný, Hunnar, Gylfi, Helga Bj., Jakob, Jóhann Ísfeld, Katrín Kj., Lilja H., Lilja Kr., Lilja Sesselja, Margrét, Nonni, Ósk, Rannveig, Rósa, Soffía Rósa, Steinunn Sn. og Örn.

Alls 6,3 km á 2:16 klst. upp í 415 m hæð með 475 m hækkun alls miðað við 42 m upphafshæð.

Dásamleg kvöldkyrrð sem smám saman verður ómissandi öllum þeim sem ganga árum saman á fjöll
að vetri til og upplifa ljós og myrkur í allt öðru og sterkara samspili en innan borgarinnar...

 

Ofsavindur og afmæli
uppi á Úlfarsfelli

Þriðjudaginn 5. nóvember komust 25 klúbbmeðlimir upp á hæsta tind Úlfarsfells með herkjum þegar ofar dró fyrir æstum austanvindi sem engu eirði... og urðu frá að hverfa af tindinum í stað þess að ná góðri hringleið niður á vesturbrúnir og út á  norðurbrúnir eins og oft áður... og prísuðu sig sæl að komast klakklaust til baka úr ofsahviðunum sem geysuðu á tindinum... og uppskáru "hálfa æfingu" eða 2,8 km á 1.03 klst. upp í 304 m hæð með 284 m hækkun með öllu millil þriggja hnúka fram og til baka miðað við 122 m upphafshæð...

Já, það var ekki sjens að taka mynd í þessum vindi...

En þessi læti í veðrinu komu ekki í veg fyrir að við sungum afmælissönginn niðri á láglendi þar sem allt var gott... fyrir afmælisbarnið hann Jón sem var boðið "út að borða" þetta kvöld af konunni sinni henni Völlu... hún var með þetta ljúffenga nesti sem átti að snæða á fjallstindi með borgina glitrandi í fjarska og friðarsúluna sem nýtur sín sérstaklega vel ofan af Úlfarsfelli... en enginn friður fékkst til að njóta fyrir vindi...

Eðalmaður hann Jón og heiður að hafa þau í klúbbnum... en þau hjón eru eljusamir fjallgöngumenn innan sem utan Toppfara og hafa farið í margar af erfiðustu göngum klúbbsins, m. a. til Slóveníu í fyrra þar sem klöngurmetið var slegið prílandi utan í ægifögru Evrópsku Ölpunum... en það er virðingarvert að mæta á æfingu mitt á afmælisdeginum sínum eins og margir Toppfarar hafa gert í gegnum tíðina og hlýtur að hafa eitthvað að gera með magnaða nestisstaðina sem fjallgöngurnar bjóða upp á... og kannski eitthvað líka með toppfarísku knúsin sem eru náttúrulega í algjörum sérflokki :-)

Lexía vikunnar án efa m. a. sú að eftir því sem maður gengur lengur á fjöll gegnum árin gerir maður sé sífellt betur grein fyrir því hversu mikil forréttindi það eru að stunda fjallamennsku á Íslandi...einmitt af því að veðrið, birtan og færið eru stöðugt að breytast og áskoranirnar með. Þetta yrði fljótt tilbreytingarlaust ef við værum alltaf í sama veðrinu, færinu og birtunni. Erfið veður reyna öðruvísi á mann en þegar allt leikur í lyndi... og mótlæti á fjöllum styrkir mann eflaust fyrir mótbyr á öðrum vígstöðvum í lífinu... fyrir utan hversu erfið veður gefa manni gott tækifæri til að vera þakklátur fyrir góða veðurdaga. Við myndum aldrei vilja hafa þetta öðruvísi :-)

 

Búrfellsgjá í skjóli myrkurs

Enn rættist úr veðri á þriðjudagskveldi er gengið var rösklega um Búrfellsgjánna í Heiðmörk þriðjudaginn 29. október...

Alls mættu  41 manns sem er aldeilis stökk í mætingu og voru uppi ýmsar kenningar um orsakir þess... staðsetning, fegurð, erfiðleikastig... og enn ein þeirra sú að menn gætu ekki beðið eftir nýstárlegum vatnagöngunum sem eru á nýbirtri dagskránni 2014 þar sem þemað er Tíminn og vatnið í heimspekilegum og brautryðjandi anda Steins Steinarrs... þar sem við göngum í fótsporum sögunnar og látum síbreytilegt vatnið leika um leiðirnar...

Ágúst "gististjóri Jólagleðinnar" var með gjörning á miðri leið og heimtaði upplýsta baksviðsgöngu...
sem var náttúrulega alveg í stíl við þema ársins ;-)

En mættir voru annars:

Aðalheiður E., Aðalheiður S., Ágúst, Ásta H., Ásta Guðrún, Ástríður, Bára, Björn E., Björn Matt., Dagbjört, Gerður J., Guðmndur Jón, Guðný, Gylfi, Halldóra Á., Heiir, Hildur V., Jóhann Ísfeld, Jóhanna Fríða, Jóhanna G., Jóhannes, Katrín Kj., Kristín Gunda, Lilja Bj., Lilja H., Lilja Sesselja, Ólafur, Ósk, Rikki, Roar, Sigga Rósa, Sigga Sig., Sigríður Arna, Soffía Rósa, Steinunn Sn., Súsanna, Svala, Þórarinn, Þórunn og Örn en Hervör var að mæta í sína fyrstu göngu með klúbbnum og nokkrir sjaldséðir hrafnar voru knúsaðir og kysstir long tim no see :-)

Við fundum aftur koparskrúfurnar sem Sjoi Perúfari, Útivistar-maður og leiðsögumaður til margra ára benti okkur á fyrir tveimur árum á göngu um Búrfellsgjá... koparskrúfurnar tvær sem eru sitt hvoru megin lítillar gjár sem nokkrar eru þarna á svæðinu, en þær voru negldar þar samsíða kringum árið 1970 og misgengið því talsvert rúmum 40 árum síðar þar sem þær hafa færst til í sitthvora áttina og fjarlægst.
Sjá m. a. hér um færslu jarðflekanna í þessu sambandi:
http://www.ferlir.is/?id=3182 
og
http://is.wikipedia.org/wiki/Jar%C3%B0saga_%C3%8Dslands

Og smá umræða um að flekaskilin sjálf séu ekki nákvæmlega á Þingvöllum heldur hliðlægt við þá:
http://www.kofun.is/index.php?option=com_content&task=view&id=148&Itemid=50

Nú fórum við aðeins öðruvísi leið upp á gígbarminn en áður... fyrr upp norðan megin og réttsælis hring um gíginn áður en farið var niður um hann ofan í gíginn...

Nestisstund í botni gígsins þar sem við nutum því miður ekki stjörnubjarts himins að sinni yfir okkur.. en um þessar slóðir höfum við gengið í bókstaflega öllum veðrum nema kannski á kafi í snjó... gerum það næst í janúar 2015 !

Perú fylgir Perúförunum á fjöllum það sem eftir er ævinnar... Gerður Jens með drykkjarflöskuvasa merktan Machu Picchu sem er göldróttur staður til að vera á... og Cusco sem er ógleymanlegt Inkaþorp í 3.400 m hæð þar sem við kynntumst þunnu fjallalofti í fyrsta sinn í sögu klúbbsins...

Ágúst myndaði dropasteinshelli á leiðinni til baka með síðustu mönnum...

... en hann eins og margir góðir ljósmyndarar Toppfara deilir náttúrufegurðinni til okkar hinna á ómetanalegan máta þar sem hið smáa er stundum langtum stærra en hið stóra...

Jebb, frost í jörðu.. veturinn er kominn... flott vetraræfing á fallegum slóðum í góðri stemmningu þar sem hugur er í mönnum... bara getum ekki beðið eftir því að standa við dagskránna 2014 og eins gott að halda sér bara í góðu formi fyrir öll möguleg og ómöguleg ævintýri komandi mánaða... alls 5,7 km á 1:56 klst. upp í 182 m hæð með 222 m hækkun miðað við 102 m upphafshæð en hækkanir og lækkanir talsverðar hlutfallslega á leiðinni niður í 86 m :-)

Fjöllin bak við Baulu um helgina...
ganga á færi allra í klúbbnum þar sem leiðin er tæknilega einföld og ekki farið í mikla hæð...
 og veðurspá með ágætum :-)

 

Frostrósir og stjörnur
af náttúrunnar hendi á Syðstu Bollum

Þriðjudaginn 22. október mættu 24 manns til sólarkveðjugöngu um Grindaskörð upp á Syðstu Bolla í fallegu og lygnu veðri
en frosti sem naut sín vel á efstu tindum...

Gengin var um slóðann sem nú stækkar óðum síðustu ár og er farinn að margfaldast um lendurnar þarna... göngugleði landsmanna síðustu ár lætur á sjá í landslaginu og vert að gæta þess að fara vel með landið hvert sem við förum...

Þarna ætluðum við upp... og enduðum á þessum aftari ávala tindi sem er þeirra hæstur þarna megin skarðanna en myrkur og frost í klettunum gaf ekki færi á frekara klöngri... við bara verðum að fara einhvern tíma langa sumarkvöldgöngu um alla bollana vestan megin í dagsbirtu og góðu klöngurfæri...

Rökkrið kom snemma þetta kvöld enda síðasta æfingin sem hefst með sólina enn á lofti...
og því skall rökkrið fljótlega á...

Ha, var engin hópmynd tekin?...

Mættir voru: Aðalheiður S., Arna, Bára, Guðlaug, Guðmundur Jón, Guðný , Gylfi, Halldóra Á., Irma, Jóhann Ísfeld, Jón, Katrín Kj., Lilja H., Lilja Sesselja, Margrét, Ólafur, Ósk, Roar, Soffía Rósa, Steinunn Sn., Svala, Valla og Örn... og undanfararnir Lilja Bj. rekstrarstjóri og Jóhannes bílstjóri gengu á Úlfarsfellið með sólgleraugu til að kveðja sólina almennilega... og af því það var engin mynd tekin þar af sólgleraugunum sendi Lilja rekstrarstjórinn á Úlfarsfelli mynd tekna á Reynigrundarhæð á fésbók ;-)

Uppi á Syðsta Bolla var þétt klöngur í brattri skriðu með tindinn algerlega á valdi frostsins sem læst hafði klónum sínum í allt en mosinn skartaði ægifegurð vetrarins með þessu móti hér á mynd og við nutum glitrandi kyrrðarinnar undir heiðum dimmbláum himninum... sem endurkastaði þverrandi birtunni niður á freðna jörðina í einstakri fegurð sem gefst nákvæmlega svona á heiðskíru kvöldi undir frostmarki...  en við drifum okkur fljótt niður því vindurinn blés kaldur efst... en það var sérkennilegt að ekkert bólaði á þessum kalda vindi sem var í bænum þennan dag því það var blankalogn á Grindaskörðunum öllum og alla leið upp á tind... þar sem vindurinn loksins lét á sér kræla...og aftur logn á leiðinni til baka...

Myndavélin vildi ómögulega setja ljós myrkursins í fókus þetta kvöld og bar því við að vera ekki komin í vetrargírinn... en  kyrrðin sem svona vetrarkvöldgöngum fylgir er líklega eitthvað sem við erum að verða háð... eftir áralangar slíkar kvöldgöngur á þessum árstíma þegar minna verður um útiveruna almennt og hver útivera sem nær lengra en hálfu mínútuna hlaupandi út í bíl er dýrmæt...

Tunglið reyndi að líta við í austri þegar við vorum á leið til baka... en skýjabakkinn gaf sig ekki...
ekki frekar en maðurinn á bak við tjöldin/fókusinn á myndavélinni... ;-)

Alls 6,8 km á 2:25 - 2:35 klst. upp í 559 m hæð með 409 m hækkun alls miðað við 230 m upphafshæð.

Notalegt og heimilislegt var það í góðra vina hópi þar sem gamlir og nýir félagar runnu saman í eitt markmið...
að njóta gullinnar útiverunnar sama hvað árstíma og birtu líður...

... og sólarhring síðar sátum við mörg hver í Háskólabíói og hlustuðum á magnaðar frásagnir Vilborgar Örnu Suðurpólsfara og Leifs Arnar Everestfara þar sem áræðni, hugrekki, skýr markmið, elja, þrautsegja, jákvæðni, auðmýkt og þakklæti komu við sögu og minntu okkur á hvers menn eru megnugir ef þeir tileinka sér slíka hluti...
 

 

Valahnúkar
með hafnfirskum herforingjum

Þriðjudaginn 15. október mættu 22 manns á æfingu án þjálfara og gengu á hina ægifögru Valahnúka sem eru vanmetnir í skugga Helgafells og Húsfells og bjóða upp á sannkallaða ævintýragöngu sama á hvaða árstíma er... hvað þá þegar skyggja fer eins og þetta kvöld í dásamlegu veðri...

Ljósmyndari kvöldsins var Ágúst sem á heiðurinn af öllum þessum mögnuðu myndum... kannski tóku fleiri myndir þetta kvöld en ritarinn rakst strax á þessar á vafri um fésbókina og þar sem enginn var búinn að deila sínum myndum á fésbók Toppfara fékk hann þessar lánaðar :-)

Það var ekkert skafið utan af því.. og farin hefðbundin Toppfara-klöngur-leið sýnist ritaranum... meðal annars um bröttu klöngurbrekkuna þar sem farið er einn í einu niður klettarna... hvað annað í vöskum hópi ;-)

Sjá Búrfellsgjánna í baksýn.

Farið að skyggja ansi snemma í október...
rökkrið gefur einstaka stemmningu í göngunum áður en myrkrið tekur alveg við...

Það hefur greinilega verið brjálað stuð... ef marka má myndirnar hans Ágústar sem eru mun fleiri en hér á þessari vefsíðu... alls kyns pósarar á hinum og þessum tindum en hér fær þessi að fylgja með af ljósmyndara kvöldsins ;-)

Mættir voru 22 manns:

Guðmundur Jón, Ásta Guðrún, Björn E., Margrét, Jakob, Rannveig, Anna Jóhanna, Katrín Kj., Irma?, Lija Sesselja, Ástríður, Björn Matt, Aðalheiður E., Dóra og Drífa og Nonni.
Neðri: Súsanna, Sigríður Arna, Arna, Sigrún gestur, Svala og Guðný Ester en Ágúst tók mynd ;-)

Höfðingi Toppfara hafði yfirumsjón með göngu kvöldsins ;-)

... og passaði hjörðina ásamt öllum hinum Hafnfirðingunum sem mega vera stoltir af óbyggðunum sínum ;-)

Völustríturnar eru alltaf jafn magnaðar heim að sækja
og Ágúst náði einstöku myndum af þeim skreyttum Toppförum hér og þar ;-)

Magnað kvöld í einstakri veðurblíðu sem spáð er dögum saman fram yfir næstu helgi... eins gott að nýta sér veðrið til útiveru eins og hægt er... þetta er fínasta sárabót eftir blautt sumarið... kannski verður veturinn bara svona ?

Alls 5,6 km á 2:29 klst. upp í 205 m hæð með 185 m hækkun miðað við 89 m upphafshæð
skv. gps-slóð Guðmundar Jóns -takk kærlega Guðmundur minn ;-)

 

Vetrarkynning á Eyrarfjalli
... í fjögurhundruðustu fjallgöngunni í sögu Toppfara ...

Þriðjudaginn 8. október sýndi veturinn hresssilega hvers má vænta næstu mánuði og bauð upp á mjúkt snjófæri, smá hálku, örlítinn snjóbyl og nístandi kulda á efsta tindi...

Fjörutíuogeinn mættu á þessa "hörkulegu vetrarkynningu" og höfðu mikið gaman af...
eða þau Aðalheiður E., Anton, Arna, Ágúst, Bára, Björgvin, Björn Matt., Dóra, Guðmundur Jón, Halldóra Á., Heiðrún, Hjölli, Ingi, Jóhann Ísfeld, Jóhanna G., Jóhannes, Jón, Katrín Kj., Lilja Bj., Lilja Sesselja, Margrét, Nonni, Ólafur, Ósk, Roar, Steinunn Sn., Súsanna, Svala, Valla, Þórunn og Örn...

Þar af var Margrét að mæta í sína fyrstu göngu með klúbbnum... Halldóra Á. og Roar að koma eftir nokkurra mánaða hlé... Jóhanna G. að mæta loksins aftur síðan í Vestmannaeyjum síðasta vetur ;-) .... og svo skal þess getið að Lilja Bj. og Jóhannes tóku sína æfingu á sama fjalli en hittu ekki á okkur... og jú, það verður að nefna að Ósk og Aðalheiður E. mættu seinna á æfinguna og eltu hópinn uppi og náðu honum á tindinum í fimbulkulda og myrkri... ótrúleg elja í þeim konum... en Aðalheiður var að mæta eftir smá hlé líka... YNDISLEGT að sjá ykkur öll ;-)

Vinaleg hlýja og gleði á fjöllum er dýrmætt fyrirbæri... Ingi er einn af nokkrum klúbbmeðlimum sem alltaf leggja sig fram við að taka vel á móti nýjum félögum... eitthvað sem skiptir svo miklu máli... hér á tali við Margréti sem kom í boði Ágústar í gönguna og fékk góðar móttökur... munum lexíuna að hver og einn mætir á æfingu með misjafna hluti á bakinu... stundum á erfiðum köflum í lífinu og þá getur vinalegt klapp á bakið, hlýlegt bros, umhyggja, hjálpsemi og kátína félaganna skipt sköpum...

Þetta var fyrsti snjór vetrarins... ekki í fyrsta sinn sem við fáum fyrsta snjó vetrarins í októberbyrjun á nákvæmlega þriðjudegi... og vindurinn blés hálf kuldalega í byrjun göngunnar... en gleymdist fljótt í fallegri dagsbirtunni og sólinni bak við skýin til að byrja með upp langdregnar lendur Eyrarfjalls sem líkja mætti við smáa og flata útgáfu af Akrafjall eða álíka margskiptum... margslungnum fjöllum...

En rökkrið skreið inn smám saman og það kólnaði og blés eftir því sem ofar dró... og gamlir taktar í myrkri, kulda, úrkomu og vindi rifjuðust hálf óþyrmilega upp á tindinum í 486 m hæð... þar sem engum datt í hug að fá sér nestið sitt...nesti sem ekki komst almennilega að fyrr en í bílnum þar sem veðrið hélt okkur uppteknum alla leið í bílana þetta kvöldið... ;-)

Mykrið já... komið til að vera síðari hluta æfinganna hér með fram í febrúar...  dulúð skammdegisgangnanna er engu lík og næst aldrei almennilega á mynd... verður eingöngu upplifuð á staðnum og gefur þessum árstíma sérstakan sjarma sem alltaf er jafn magnað að upplifa...

Mjög mikilvægt að okkar mati að viðhalda þessari hæfni... að geta gengið í öllum veðrum og alls kyns færð í myrkri... það gefur mönnum færi á að fara ýmislegt að vetri til sem annars næðist ekki ef menn þurfa algerlega að stjórnast af stuttri dagsbirtu hins íslenska vetrar...

Þetta kvöldið var gangan heldur löng í krefjandi veðri... en friðsældin, dulúðin, hressandi mótbyrinn, vináttan og gleðin til staðar eins og alltaf... og æfing vikunnar því í hæsta gæðaflokki upp á alls 7,2 km á 2:36 - 2:50 klst. upp í 486 m hæð með 513 m hækkun miðað við 55 m upphafshæð......

Spor okkar á fjöllum eru mörg...

...af Eyrarfjalli stafar enn ógleymanlegri tungl-birtu í minningabankanum eftir magnaða nýárs-kvöldgönguna okkar þangað þann 3. janúar 2012... þar sem gengið var í logni og myrkri en heiðskíru veðri undir stjörnubjörtum himni með fullt tunglið á lofti sem náði að sindra silfurglitrandi geislum sínum á snjóhjarnið sem brakaði í alla gönguna... þar sem skálað var á tindinum fyrir komandi 5 ára afmælisári 2012 sem sló öllum væntingum við... orð eru til alls fyrst... erfiðasta skrefið er oft að koma sér af stað... en best að setja sér skýr spennandi markmið og gefa drauminn ekki eftir því reynslan hefur margoft sýnt að uppskeran á fjöllum er margfalt meiri en oft er lagt upp með... ef menn bara gefa ekki eftir ;-)
 

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir