Allar þriðjudagsæfingar
frá apríl út júní 2021
í öfugri tímaröð

Syðri og Nyrðri Eldborg austan Meitla 20. aprí.
Grænsdalur, Dalaskarðshnúkur og Dalafell 13. apríl.
Kálfadalahlíðar, Gullbringa, Geithöfði og Lambatangi Kleifarvatni 6. apríl 2021.

Syðri og Nyrðri Eldborg
austan Meitla

Blíðskaparveður var enn og aftur á þriðjudegi þann 20. apríl þegar við fórum nýja þriðjudagsgönguleið...

... á tvo litla gíga austan við Meitlana sem við kynntumst þegar við fórum stranga göngu um Meitlana og félaga á þessu svæði í fyrra í viðleitni til að æfa okkur fyrir Laugaveginn á einum degi...

Jeppaslóði til að byrja með frá syðri rótum Litla meitils en svo fór Örninn út af honum og upp í hraunið þegar færi gafst...

Litil meitill hér í baksýn... en slóðarnir voru fleiri á svæðinu... hér meðal annars...

Syðri eldborgin hér... í 322 m hæð... mjög fallegt...

Niður af gígbarmi hennar var farið niður í úfið hraunið...

Sjá norðurhlíðar Syðri eldborgar hér í baksýn... allir í sólskinsskapi í þessu veðri !

Hraunið ansi úfið á þessum kafla en þó vel fært...

Menn pössuðu hver annan aftast þar sem Bára tafðist vegna vinnu og komst ekki á þessa æfingu...

Mjög falleg leið og gaman að fara nýja þriðjudagsgöngu...

Komin á Nyrðri eldborgina sem var mjög sérstök í fyrra í vetrarhamnum...

Hér var áðu og fengið sér að borða í rólegheitunum...

Vel mætt eða 33 manns... engin hópaskipting en hún vofir því miður aftur yfir vegna tveggja einstaklinga sem rufu sóttkví á landamærunum og tókst að dreifa breska afbrigði veirunnar um heilu leikskólana og vinnustaðina... áhrifin það víðtæk að þau voru meðal annars valdandi því að Bára þurfti að vinna lengur... afleiðingarnar næla sér ansi langt inn í samfélagið...

Svo fallegt og friðsælt kvöld og vorið áþreifanlega í lofti...

Yndiskvöld með meiru...

Bestu göngufélagar í heimi... svo einfalt er það...

Mættir voru:

Anna Sigga, Arna Hrund, Arnór, Bjarni, Björgólfur, Elísa, Fanney, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Hafrún, Haukur, Jóhann Ísfeld, Jórunn Ósk, Karen Rut, Katrín Kj., Kolbeinn, Kristín H., Linda, Lilja Sesselja, Margrét B., María Björg, Ólafur Vignir, Sandra, Sigríður Lísabet, Sigrún Bj., Siggi, Sigurjón, Silja, Silla, Steinar A., Steinunn Sn., Þórkatla og Örn. 

Bakaleiðin var fyrir utan hraunið þar sem farið var að jarðskjálftamælunum...

Jarðskjálftamælir hér... nú hugsar maður allt í mögulegum gosum...

Komin á veg hér í lokin...

Litli Meitill í baksýn...

Samveran og spjallið í bakaleiðinni er eitt af því besta við göngurnar...

Og yndislegt að þurfa ekki að vera hópaskipt...

Alls 7,8 km á 2:06 klst. upp í 330 m á Syðri eldborg og 322 m á Nyrðri eldborg með alls 251 m hækkun úr 209 m upphafshæð.

Dásamlegt að fá svona notalega og frekar létta kvöldgöngu þar sem í næstu viku er rúmlega 4 klst. ganga á Kerhólakamb og Laugagnípu... ef veður leyfir... þó við séum í jöklagöngum helgarnar á undan og eftir... æj, það verður bara að hafa það... við getum þetta !
 

 

Grænsdalur
litríki... heiti... og fallegi dalurinn

Þriðjudaginn 13. apríl gengum við í þriðja sinnið í sögu klúbbsins inn Grænsdal með vorið áþreifanlega í lofti...

Dalur þessi liggur milli Reykjadals sem er mjög vinsæll ferðamannastaður... og Gufudals sem er þeirra lítt þekktastur...

Fjallshryggurinn sem rís milli Gufudals og Grænsdals heitir einu nafni "Tindar" og hefur verið genginn á þriðjudagskveldi með viðkomu að hverunum hér ofan í hlíðinni... ægifögur ganga sem við skulum fara einhvern tíma aftur...

Nær hér...

Grænsdalur er einstaklega fallegur og eiginlega okkar uppáhalds á þessu svæði...

Græni liturinn baðar sig í öllum hinum litunum... og þessu dýrð nýtur sín alveg þó það sé rétt að koma vor...

Jarðhitinn rjúkandi um allt... hér gæti vel gosið eins og á Reykjanesi...

Það var eins og við værum komin í óbyggðirnar uppi hálendi á köflum...

Græni liturinn í dalnum er í öllum útgáfum... og hér er hægt að gleyma sér klukkustundum saman...

Grænir lækir... grænir fossar... grænar lautir... grænar hlíðar...

Svo fallegt og friðsælt...

Gönguleiðin er ansi blaut á köflum og þó maður reyni að sniðganga mýrarnar þá situr maður alltaf uppi með leiruga skó enda brýndi þjálfari fyrir öllum að koma í betri skónum þetta kvöld...

Grænn lækur...

Grasið er byrjað að grænka... þetta er yndislegasti árstíminn... þó við elskum samt þá alla mikið...

Grænsdalurinn stendur alveg undir nafni...

Hópaskipt í 4 x 10 manna hópa sem þýddi að suma sá maður varla og talaði ekkert við...

Sólin skein þetta kvöld og allt var svo fallegt...

Mynd göngunnar... magnað landslag !

Stundum vorum við meðfram ánni...

... stundum í þúfum... stígum... eða mýrlendi....

Smá brölt hér upp einn hrygginn á leiðinni...

Frekar krefjandi kvöldganga sem var ígildi dagsferðar hvað varðaði ekki bara vegalengd og tímalengd heldur og erfiðleikastig í yfirferð og landslagi...

Komin innst í dalinn... hægra megin eru Austurfossar... við skulum skoða þá einn daginn... og við fórum upp með Miðfossum...

Hitinn um allt... og farið að grænka þar í kring...

Nánast enginn vetur þetta árið en samt hvítt í fjöllum þar sem apríl hefur verið snjóugri en hinir mánuðirnir...

Hvílíkir töfrar um allt ef maður staldraði aðeins við...

Örn ákvað að fara lengri leiðina upp með fossunum þar sem veðrið var svo gott...

Þessi kafli er óskaplega fallegur og tignarlegur...

Gengið upp með fossunum...

Fyrst þegar við fórum hér upp vissum við ekkert hvort við kæmumst alla leið en ákváðum að prófa...

Nú er kominn slóði og margir sem fara hér um...

Magnað að fara upp með fossunum... einstakur staður...

Heilunin var áþreifanleg með meiru hér...

Litið til baka... Grænsdalur útbreiddur í baksýn í mildum kvöldsólarlitunum...

Komin upp fyrir fossana...

Síðasti kaflinn hér mjög fallegur...

Riddarapeysurnar voru ansi margar þetta kvöld... við hefðum átt að taka mynd af þeim !

Svona kvöldganga er á heimsmælikvarða... allavega myndu ferðamennirnir erlendu vera sammála því...

Innsti hlutinn sem endar í heiðinni að Álftatjörn og Kyllisfelli...

Hér var farið upp og á Dalaskarðshnúk...

Sólin komin lágt á loft...

Litirnir og útsýnið magnað ofan af Dalaskarðshnúk í 454 m hæð...

Sýnin upp eftir að Tjarnarhnúk og Lakahnúk með Hrómundartind á bak við... Skjaldbreið og Hrafnabjörg í fjarskanum... og nær er Kyllisfellið og svo Álftatjörn en Kattartjarnir eru á bak við Kyllisfellið og neðar í landslaginu...

Hópur 1... Oddný, Elísa, Sigrún Bj., Jórunn Ósk, Örn, Kolbeinn, Þórkatla, Diljá og Arna Hrund.

Fremri millihópur... Silla, Linda, Ólafur Vignir, Sigurjón, Svavar, Svandís, Þorleifur og Haukur en á mynd vantar Gunnar Má.

Aftari millihópur... Lilja Sesselja, Fanney, Anna Sigga, Kristín, Arnór, Gerður Jens. og Sandra.

Hópur 2... Steinunn Sn., Guðmundur Jón, Katrín Kj., Njáll, Jóhanna Fríða, Magga Páls., María Björg og Jói
en Bára tók mynd.

Hundarnir voru Snót, Skuggi og Batman hér með Söndru sinni en Bónó og Moli voru líka með...

Ofan af Dalaskarðshnúk var gengið eftir öllu Dalafellinu til baka sem er ansi langt en dásamlegt með dalina sitt hvoru megin og sólarlagið í algleymi...

Mjög fallegur kafli í síðustu sólargeislum dagsins...

Töfrarnir voru ólýsanlegir...

Reykjadalur hér á hægri hönd...

... fáir á ferli sem var mjög skrítið... þeir sem eiga eftir að heimsækja þennan dal og fara í heita lækinn ættu að gera það áður en allt fyllist af erlendum ferðamönnum aftur...

Litið til baka...

Sólin sest og það húmaði strax að og kólnaði...

Dalafellið hér loksins að lækka sig...

Það skyggði hratt í lokin þegar við vorum að lenda niður á bílastæðinu við Reykjadalinn...

Þjálfari tók engar myndir í lokin en það rigndi þegar við enduðum gönguna og komið myrkur... og rigningin buldi á bílnum á leið heim.. ótrúlegar andstæður eftir blíðviðrið yfir kvöldið sjálft...

Alls 10,7 km á 3:51 klst. upp í 399 m efst í Grænsdal, 454 m á Dalaskarðshnúk og loks 406 m á Dalafelli með alls 624 m hækkun úr 79 m upphafshæð.

Kvenþjálfarinn þakkar öllum stuðninginn og hlýjuna sem hún upplifði þetta kvöld þar sem hún átti mjög erfitt með að mæta vegna fjölskylduaðstæðna en sá ekki eftir því að hitta þetta yndislega fólk sem er best í heimi :-)

 

 

Gullið kvöld
á Kálfadalahlíðum, Gullbringu, Geithöfða og Lambatanga
við Kleifarvatn

Þriðjudaginn 6. apríl fórum við í þriðja sinn fallegu kvöldgönguna á Gullbringu og félaga við kleifarvatn...

... enn og aftur í óskaplega fallegu veðri... logni, frosti og heiðskíru...

Kálfadalahlíðar hér framundan...

Örninn fór aðeins sunnar en síðast og sniðgekk bröltið upp grýttar hlífðarnar sem var vel þegið...

Kleifarvatnið nýtur sín sérlega vel á þessari leið... það er eitthvað við þetta vatn...

Geitahlíð hér í bakgrunni í suðri... og nær eru Kálfadalir hér niðri... tilvaldir til að taka við fullt af hrauni... sem Geldingadalir og Meradalir sjá um núna í sögulega gosinu sem nú geysar á Reykjanesi þar sem þrisvar hafa opnast gígar... og sá fjórði átti eftir að opnast helgina eftir þessa göngu... og líklega fleiri eftir að þetta er skrifað...

Kálfadalahlíðarnar hér framundan... Geithöfði þarna niðri fagur á að líta vinstra megin... og Vatnshlíðarhornið lengst í fjarska vinstra megin... Gullbringa sést aðeins handan við Kálfadalahlíðarnar hér framundan...

Flott og hollt brölt í móbergi, klettum og skriðum...

Frostið var með okkur... hart færi í lausagrjótinu þannig að móbergið var ekki eins laust í sér...

Aftari millihópur... jebb... 10 manna samkomubann vegna C19 enn og aftur... og því fjórir aðskildir hópar þetta kvöld...

Sigrún Bj., Ragnheiður, Björgólfur, Jórunn Atla, Arna Hrund með hundinn Whisky, Silla, Inga Guðrún, Oddný og Þorleifur.

Efsti hluti Kálfadalahlíða hér framundan...

Litið til baka eftir öllum hlíðunum... Kálfadalir hér vinstra megin...

Hópur 1 fremstur með Erni...

Guðný Ester, Ólafur Vigir, Rake. Margrét B., Kolbeinn, Þórkatla, Örn, Elísa og Svanhvít.
Hundarnir Batma, Snót og Bónó með á mynd.

Loksins sást í Gullbringu... fagurmótaður gígurinn í fjarska...

Hér áðum við á efsta tindi dagsins og borðuðum nesti í rólegheitunum en það var ansi svalt í lofti...

Síðustu menn að tínast inn...

Fremri millihópur...

Arnór, Kristín, Karen, Haukur, Gerður Jens., Linda, Siggi, Anna Sigga, Lilja Sesselja og vantar Gylfa á mynd...

Hvammahraun... umfangsmikið og þekur stóran hluta af svæðiðnu... stundum alla leið niður að vatninu...

Kleifarhöfði hér... Toppfarar hafa hringað Kleifarvatn þrisvar... og eiga eftir að gera það oftar... óskaplega falleg leið...

Við áðum ekki lengi vegna kuldans og héldum niður í átt að Geithöfða og Lambatanga...

Gott brölt niður af Gullbringu og ágætis kafli að Geithöfða um ásana niðri...

Litið til baka upp eftir Gullbringu...

Brekkan upp á Geithöfða virtist heilmikil viðbót í fyrstu en við vorum enga stund hér upp... Gullbringa í baksýn...

Kvöldið var svo fallegt... sólsetrið glitraði í austri yfir eldstöðvunum á Reykjanesi í ekki svo mikilli fjarlægð en gosstöðvarnar voru lokaðar þetta kvöld vegna gasmengunar svo það var nú eins gott að við vorum ekki að spá í að fara þangað þetta kvöld...

Hvílík fegurð...

Hópur 2... aftastur með Báru...

Steinunn Sn., Magga Páls., Fanney, Jóhann Ísfeld, Njáll, Arna, María Björg, Katrín Kj. og Guðmundur Jón...

Síðasti kaflinn á þessari leið er um fjörur Kleifarvatns og þær svíkja okkur aldrei...

Mögnuð kvöldkyrrð á þessum kafla og erfitt að halda áfram...

Hér var hægt að vera lengi...

Hópur tvö aftur í frosinni fjörunni...

Lofthitinn svo lágur að vatnið fraus þar sem það kyrrðist við strendurnar...

... og myndaði heilu snjófjöllin við gjálfrandi klakann...

Töfrar sem erfitt er að lýsa... hér þurfti að vera á staðnum til að skynja dýrðina...

Kleifarvatn... magnað stöðuvatn !

Snjófjöllin...

Gangan er fjölbreytt í fjörunni og hér þarf að klöngrast aðeins yfir klettana...

Hvílík fegurð þetta kvöld !

Fínasta æfing í brölti og klöngri...

Frostmyndirnar...

Handan við klettana tók þetta við... sama dýrðarinnar landslagið...

Fjörugrjótið ísað...

Hér vorum við lengi að koma okkur yfir... agndofa yfir fegurðinni...

Magnaður staður að vera á...

Litið til baka yfir farinn veg...

Sól og snjór... frost og funi... vorið er komið og sigrar að lokum hægt og rólega með hækkandi sól...

Við bíðum öll þolinmóð...

Töfraheimur með meiru...

Katrín eðalljósmyndari var hér dágóða stund að mynda...

Lambatangi genginn í lokin á heimleið...

Útsýnið af honum er magnað af ekki hærri stað...

Litið yfir farinn veg... Geithöfði, Gullbringa og Kálfadalahlíðar...

Hérna gleymdum við okkur algerlega og tímdum ekki heim...

Gáfum okkur góðan tíma til að njóta og upplifa...

Reyndum að halda hópunum aðskildum og það tókst með herkjum...

Sólsetrið var yfir gosstöðvunum og mistrið af eldstöðvunum skreyttu sólarlagið...

Bílarnir í fjarska vinstra megin...

Komin yfir og leiðin greið á malarveginum síðasta kaflann...

Hífuð af fegurðinni komum við í bílana og ætluðum aldrei að koma okkur heim á spjalli og notalegri samveru við bílana... yndislegt með meiru...

Alls 7,3 km á 2:50 klst. upp í 308 m á Kálfadalahlíðum, 317 á Gullbringu, 220 m á Geithöfða og 196 m á Lambatanga
með alls 488 m hækkun úr 150 m upphafshæð...

Fullkomið kvöld og fegurð á heimsmælikvarða...

Hhvar í heiminum getur maður tekið kvöldgöngu svona algerlega ein af ferð allan tímann og upplifað svona töfra ?